Innlent

Hart barist um titilinn Eftirréttur ársins 2013

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Vigdís My Diem Vo, Garðar Kári Garðarsson og Hermann Þór Marinósson.
Vigdís My Diem Vo, Garðar Kári Garðarsson og Hermann Þór Marinósson. Mynd/Veitingageirinn.is
Hermann Þór Marinósson, matreiðslumaður á Hilton, sigraði keppnina Eftirréttur ársins 2013, sem haldin var í kvöld á sýningunni Stóreldhús á Hilton Nordica Hótel.

Keppendur voru 35 talsins sem báru fram freistandi og glæsilega rétti. Keppnisrétt höfðu þeir sem lokið hafa sveinsprófi í matreiðslu, konditori eða bakaraiðn eða eru á nemendasamningi í fyrrnefndum greinum.

Í öðru sæti var Garðar Kári Garðarsson, matreiðslumaður á Fiskfélaginu og í þriðja sæti var Vigdís My Diem Vo bakaranemi á Sandholti.

Þema keppninnar að þessu sinni var „Pure Intensity“ og hlaut sigurvegarinn námskeið hjá Chocolate Academy Cacao Barry.

Dómarar voru þau Fannar Vernharðsson sigurvegarinn frá síðasta ári og meðdómarar þau Hrefna Sætran og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir.

Frekari upplýsingar um keppnina og sigurvegara má finna á heimasíðu Veitingageirans.

Hermann Þór Marinósson, sigurvegari keppninnar.Mynd/Veitingageirinn.is
Keppendur og dómarar.Mynd/Veitingageirinn.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×