"Ég hef unnið 140 til 150% vinnu síðustu sex árin" Hrund Þórsdóttir skrifar 2. ágúst 2013 19:00 Í gær greindum við frá mikilli óánægju meðal yngri kynslóðar geislafræðinga, með nýjan kjarasamning þeirra við Landspítalann. Thelma Guðmundsdóttir er þrítug, hefur lokið fjögurra ára háskólanámi og unnið sem geislafræðingur í sex ár. Hún segir að þegar á heildina sé litið feli nýi kjarasamningurinn í sér tekjuskerðingu fyrir hana. Hún segir geislafræðinga skila 40 stunda vinnuviku á virkum dögum. „Við sem erum á vaktalínu vinnum fast þriðju hverja helgi þannig að 100% vinnuskylda hjá okkur er í raun 130%,“ segir Thelma. „Svo þurfum við að vinna töluvert mikið auka því það er mikið af langtímaveikindum, það þarf að sinna vöktum þeirra sem detta út. Svo er náttúrulega alltaf einhver að taka út frí og það þarf líka að sinna þeirra vöktum. Þannig að á heildina litið hef ég unnið 140-150% vinnu síðustu sex árin.“ Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku gildi á miðnætti í fyrradag og þrátt fyrir að samningar hafi tekist hafði aðeins helmingur þeirra dregið uppsagnir sínar til baka um miðjan dag í dag. Einhverjir hafa þegar ráðið sig annað og aðrir ákveðið að setjast á skólabekk. Ert þú búin að taka ákvörðun um hvort þú dregur þína uppsögn til baka? „Nei, ég ætla að taka mér helgina í það,“ segir Thelma. Hún segir marga í sömu stöðu. Sjálf er hún búin að útvega sér starfsleyfi í Svíþjóð og Danmörku og íhugar sterklega að taka stökkið og flytja út. Hún segir mjög alvarlega stöðu skapast á Landspítalanum ef 20 geislafræðingar snúi ekki aftur. „Við erum undirmannaðar nú þegar þannig að 20 manns er rosalega stór hluti af batteríinu.“ Thelma segir mjög slæmt fyrir stéttina ef yngri kynslóðin dettur út. „Því þegar eldri kynslóðin hættir, sem er kannski eftir fimm til tíu ár, þá myndast mikið kynslóðabil í stéttinni og það eru ekki nógu margir að útskrifast árlega til að brúa það bil,“ segir Thelma að lokum. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira
Í gær greindum við frá mikilli óánægju meðal yngri kynslóðar geislafræðinga, með nýjan kjarasamning þeirra við Landspítalann. Thelma Guðmundsdóttir er þrítug, hefur lokið fjögurra ára háskólanámi og unnið sem geislafræðingur í sex ár. Hún segir að þegar á heildina sé litið feli nýi kjarasamningurinn í sér tekjuskerðingu fyrir hana. Hún segir geislafræðinga skila 40 stunda vinnuviku á virkum dögum. „Við sem erum á vaktalínu vinnum fast þriðju hverja helgi þannig að 100% vinnuskylda hjá okkur er í raun 130%,“ segir Thelma. „Svo þurfum við að vinna töluvert mikið auka því það er mikið af langtímaveikindum, það þarf að sinna vöktum þeirra sem detta út. Svo er náttúrulega alltaf einhver að taka út frí og það þarf líka að sinna þeirra vöktum. Þannig að á heildina litið hef ég unnið 140-150% vinnu síðustu sex árin.“ Uppsagnir 40 geislafræðinga tóku gildi á miðnætti í fyrradag og þrátt fyrir að samningar hafi tekist hafði aðeins helmingur þeirra dregið uppsagnir sínar til baka um miðjan dag í dag. Einhverjir hafa þegar ráðið sig annað og aðrir ákveðið að setjast á skólabekk. Ert þú búin að taka ákvörðun um hvort þú dregur þína uppsögn til baka? „Nei, ég ætla að taka mér helgina í það,“ segir Thelma. Hún segir marga í sömu stöðu. Sjálf er hún búin að útvega sér starfsleyfi í Svíþjóð og Danmörku og íhugar sterklega að taka stökkið og flytja út. Hún segir mjög alvarlega stöðu skapast á Landspítalanum ef 20 geislafræðingar snúi ekki aftur. „Við erum undirmannaðar nú þegar þannig að 20 manns er rosalega stór hluti af batteríinu.“ Thelma segir mjög slæmt fyrir stéttina ef yngri kynslóðin dettur út. „Því þegar eldri kynslóðin hættir, sem er kannski eftir fimm til tíu ár, þá myndast mikið kynslóðabil í stéttinni og það eru ekki nógu margir að útskrifast árlega til að brúa það bil,“ segir Thelma að lokum.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fleiri fréttir Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Sjá meira