Innlent

App um íslensku jólasveinana vinsælt

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Gebo Kano
Nýtt íslenskt app um íslensku jólasveinana, kom út í gær og rauk það strax í annað sæti heildarlista íslensku app-búðarinnar og á topp Entertainment-flokksins.

Það er framleitt af fyrirtækinu Gebo Kano, sem er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð forrita fyrir snjallsíma, spjaldtölvur og vef.

Forritið er fyrir iPad spjaldtölvur og þar er hægt að fá áminningu um hvaða jólasveinn kemur næstu nótt og senda hana á Facebook, svo „jólastressaðir vinir þar séu líka með á nótunum,“ segir í tilkynningu frá Gebo Kano.

Í appinu er einnig hægt að nálgast upplýsingar um íslensku jólasveinana, foreldra þeirra og jólaköttinn. Auk þess er hægt að „spila lítinn jólaleik til að stytta biðina fram að jólum.“

Í dag kom svo út ensk útgáfa af appinu. „Svo að jólasveinarnir eru ekki bara orðnir tæknivæddir heldur komnir í alheimsútrás,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×