Íslenski boltinn

Magnús: Leiknir flaggar eins og barn

Mynd/Daníel
Magnús Gylfason, þjálfari Vals, var ekki ánægður með frammistöðu dómaranna í leik sinna manna gegn Breiðabliki í kvöld.

„Það er búið að tala um þetta hundrað sinnum að línuvörður eigi ekki að flagga fyrr en hann sér hver fær boltann,“ sagði Magnús eftir leikinn í kvöld.

„Síðan kemur fyrirgjöf og Kolli (Kolbeinn Kárason) er rangstæður. Fyrirgjöfin kemur svo á fjær og þar kemur Tóti (Þórir Guðjónsson) en þá er búið að dæma Kolla rangstæðan. Óþolandi.“

„Síðan var Leiknir (annar sðstoðardómaranna) að dæma brot. Menn fara öxl í öxl og hann flaggar alveg eins og barn þarna úti á kanti með dómarann ofan í sér. Það fer í taugarnar á mér að svona reyndur dómari eins og Þorvaldur [Árnason] geri svona. Hann getur sagt þeim að setja flaggið niður en þeir eiga náttúrulega að leggja línurnar fyrir leik.“

Athygli vakti að Björgólfur Takefusa var ekki í hópi Valsmanna í dag og orðið á götunni sé að hann verði settur á sölulista. Aðspurður hafði Magnús þetta að segja.

„Hann var ekki valinn í hóp. Hann braut agareglur en það er ekkert agabann. Hann braut af sér síðustu helgi fyrir síðasta leik. Þetta er bara ósköp einfalt. Söluglugginn er ekki opinn ennþá og því má ekki selja þannig að það verður bara að koma í ljós.“

Hér má lesa nánari umfjöllun um leikinn í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×