Fóru með smábörn ofan í ískalda Silfru Ingveldur Geirsdóttir skrifar 25. júní 2013 17:48 Erlent par fór með tvö börn sín, eins og hálfs árs og fjögurra ára, í yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum um helgina. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu í dag. Vatnið er ískalt og segir leiðsögumaður svo ung börn ekkert erindi eiga þar ofaní. Ekkert aldurstakmark er í Silfru en óráðlegt er að fara með svo ung börn í hana, þrátt fyrir viðeigandi búnað. Vatnið er aðeins um tveggja til þriggja gráðu kalt. Claudia Sanelli leiðsögumaður hjá köfunarfyrirtækinu Dive.is segir að það getir ýmislegt gerst þegar komið er ofan í vatnið. Hægt er að fá kuldakrampa og líka innilokunarkennd því gallarnir sem þarf að klæðast í svona vatni eru mjög þröngir. Þá er vatnið í Silfru svo tært og djúpt að fólk getur upplifað hálfgerða lofthræðslu, dæmi eru um að fullorðið fólk sem er komið út í snúi við vegna þess. Claudia segir að svo ung börn séu óútreiknanleg og aldrei að vita hvernig líkami þeirra bregðis við. Meira að segja fullorðið fólk með kafararéttindi og reynslu viti stundum ekki hvað það á að gera þegar það komi í svona kalt vatn. Flest köfunarfyrirtæki eru með tólf ára aldurstakmark. Það er Siglingastofnun sem setur reglur um köfun, í þeim er ekkert aldurstakmark en segir að kafarar séu alltaf á eigin ábyrgð. „Fyrirtækin eru til fyrirmyndar og einstaklingar langflestir líka en það kemur svona einn og einn eins og allstaðar og gengur út fyrir þau mörk sem eru bæði skynsamleg og leyfileg," segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Síðan varðar það við landslög að setja börn í hættu, forráðamenn bera ábyrgð á börnum sínum hvort sem það er hér, á fjöllum, í umferð eða hvar sem er." Ólafur segir að parið sem um ræðir hafi komið í þjónustumiðstöðina og skrifað undir ábyrgðaryfirlýsingu en ekkert gefið upp um að þau ætluðu að yfirborðskafa með börn. Leiðsögumaður sem var á staðnum reyndi að stöðva fólkið en það fór þvert á tilmæli hans. Landvörður á Þingvöllum fór á staðinn þegar hann heyrði af athæfinu en fólkið var þá komið upp úr. Hann ræddi við það. Á þessu ári hafa verið lagðar fram tvær kærur vegna brota á reglum við köfun í Silfru. „Við höfum í tvígang kært einstaklinga sem hafa hér kafað. Hér kom Norðmaður, eins og frægt var, og við kærðum hann, hér komu frönsk hjón og köfuðu í hella og það er bannað, við kærðum það," segir Ólafur. Lögreglan á Selfossi hefur kærurnar til meðferðar. Um tíu til tólf þúsund manns kafa í Silfru ár hvert og á hver að borga þúsund krónur til þjóðgarðsins. Ólafur segir að þær tekjur hafi gjörbreytt aðstöðunni fyrir kafarana en ef öryggisgæslan verði hert þurfi að hækka gjaldið. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Erlent par fór með tvö börn sín, eins og hálfs árs og fjögurra ára, í yfirborðsköfun í Silfru á Þingvöllum um helgina. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu í dag. Vatnið er ískalt og segir leiðsögumaður svo ung börn ekkert erindi eiga þar ofaní. Ekkert aldurstakmark er í Silfru en óráðlegt er að fara með svo ung börn í hana, þrátt fyrir viðeigandi búnað. Vatnið er aðeins um tveggja til þriggja gráðu kalt. Claudia Sanelli leiðsögumaður hjá köfunarfyrirtækinu Dive.is segir að það getir ýmislegt gerst þegar komið er ofan í vatnið. Hægt er að fá kuldakrampa og líka innilokunarkennd því gallarnir sem þarf að klæðast í svona vatni eru mjög þröngir. Þá er vatnið í Silfru svo tært og djúpt að fólk getur upplifað hálfgerða lofthræðslu, dæmi eru um að fullorðið fólk sem er komið út í snúi við vegna þess. Claudia segir að svo ung börn séu óútreiknanleg og aldrei að vita hvernig líkami þeirra bregðis við. Meira að segja fullorðið fólk með kafararéttindi og reynslu viti stundum ekki hvað það á að gera þegar það komi í svona kalt vatn. Flest köfunarfyrirtæki eru með tólf ára aldurstakmark. Það er Siglingastofnun sem setur reglur um köfun, í þeim er ekkert aldurstakmark en segir að kafarar séu alltaf á eigin ábyrgð. „Fyrirtækin eru til fyrirmyndar og einstaklingar langflestir líka en það kemur svona einn og einn eins og allstaðar og gengur út fyrir þau mörk sem eru bæði skynsamleg og leyfileg," segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. „Síðan varðar það við landslög að setja börn í hættu, forráðamenn bera ábyrgð á börnum sínum hvort sem það er hér, á fjöllum, í umferð eða hvar sem er." Ólafur segir að parið sem um ræðir hafi komið í þjónustumiðstöðina og skrifað undir ábyrgðaryfirlýsingu en ekkert gefið upp um að þau ætluðu að yfirborðskafa með börn. Leiðsögumaður sem var á staðnum reyndi að stöðva fólkið en það fór þvert á tilmæli hans. Landvörður á Þingvöllum fór á staðinn þegar hann heyrði af athæfinu en fólkið var þá komið upp úr. Hann ræddi við það. Á þessu ári hafa verið lagðar fram tvær kærur vegna brota á reglum við köfun í Silfru. „Við höfum í tvígang kært einstaklinga sem hafa hér kafað. Hér kom Norðmaður, eins og frægt var, og við kærðum hann, hér komu frönsk hjón og köfuðu í hella og það er bannað, við kærðum það," segir Ólafur. Lögreglan á Selfossi hefur kærurnar til meðferðar. Um tíu til tólf þúsund manns kafa í Silfru ár hvert og á hver að borga þúsund krónur til þjóðgarðsins. Ólafur segir að þær tekjur hafi gjörbreytt aðstöðunni fyrir kafarana en ef öryggisgæslan verði hert þurfi að hækka gjaldið.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira