Enski boltinn

Hodgson pirraður yfir Rio-málinu

Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, sér líklega eftir því að hafa valið Rio Ferdinand í enska landsliðshópinn á dögunum. Það hefur ekki kallað á neitt annað en endalaus vandræði.

Ferdinand dró sig út úr hópnum þar sem hann var búinn að skipuleggja sjúkraþjálfun og þurfti hvíld. Hann gat samt ferðast til Katar og lýst landsleiknum sem hann gat ekki spilað. Það var ekki vinsæl ákvörðun hjá Rio.

Hodgson hefur nú viðurkennt að það þurfi að fara vel yfir stöðuna áður en hann ákveður að velja Rio á nýjan leik.

"Ef hann á að spila aftur með landsliðinu þá verðum við að ræða fyrr við hann og félagið. Þess utan hef ég enn engan áhuga á að ræða þetta mál," sagði Hodgson en málið hefur augljóslega farið mjög í taugarnar á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×