Innlent

Dópaður stal söfnunarbauk

Drengurinn gaf þær skýringar á þjófnaðinum að hann þyrfti að greiða fíkniefnaskuld.
Drengurinn gaf þær skýringar á þjófnaðinum að hann þyrfti að greiða fíkniefnaskuld.
Upp úr klukkan níu í gærkvöldi handtók lögregla 18 ára pilt í Þingholtum eftir að hann hafði stolið söfnunarbauk í Hallgrímskirkju.

Lögregla segir piltinn hafa verið í annarlegu ástandi. Hann hafi gefið þær skýringar á þjófnaðinum að hann þyrfti að greiða fíkniefnaskuld. Hann gisti fangageymslu í nótt. Þá stöðvaði lögregla akstur bifreiðar í Breiðholti um klukkan eitt í nótt. Ökumaðurinn, karl á fertugsaldri,  var bæði undir áhrifum áfengis og fíkniefna að sögn lögreglu og hafði áður verið sviptur ökuréttindum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×