Innlent

Próflausar stelpur á vespu

Stúlkurnar sinntu í engu stöðvunarmerkjum sem lögreglumenn gáfu þeim
Stúlkurnar sinntu í engu stöðvunarmerkjum sem lögreglumenn gáfu þeim
Tvær 13 ára stúlkur féllu af léttu bifhjóli á Ártúnsholti í Reykjavík um miðnætti í nótt.

Skömmu áður höfðu lögreglumenn á eftirlitsferð veitt stúlkunum athygli þar sem þær voru tvær á númerslausu  hjólinu. Sú sem ók hjólinu sinnti í engu stöðvunarmerkjum sem lögreglumenn gáfu þeim.

Akstur stúlknana endaði með því að þær féllu af hjólinu. Stúlkurnar sem báðar höfðu hjálma virtust óslasaðar eftir fallið að sögn lögreglu en voru samt sem áður fluttar á slysadeild til öryggis. Hjólið var ótryggt og hvorug stúlkan komin með aldur til að fá réttindi til að aka léttu bifhjóli. Foreldrar stúlknanna sóttu þær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×