Íslendingar áminntir fyrir brot á kynjareglum Evrópuráðsþings 24. júní 2013 12:26 Ögmundur Jónasson, Karl Garðarsson og Brynjar Níelsson eru þrír aðalmenn evrópunefndar. Engin kona er aðalmaður í nefndinni en slíkt samræmist ekki reglur PACE. Þingmenn á Evrópuráðsþinginu gera alvarlegar athugasemdir við skipan Íslandsdeildar þingsins á sumarþingi ráðsins sem nú fer fram. Skipan íslensku sendinefndarinnar samræmist ekki reglum um kynjakvóta. Enginn aðalnefndarmaður íslensku sendinefndarinnar er kvenkyns og gagnrýna þingmenn annarra ríkja þá staðreynd. Portúgalski þingmaðurinn José Mendes Bota, kvaddi sér hljóðs á þinginu og benti á að reglur Evrópuráðsþingsins kvæðu á um að sendinefndir einstakra þjóðþinga skyldu skipaðar konum að minnsta kosti í sama hlutfalli og á viðkomandi þingi, eða í allra minnsta lagi skyldi vera ein kona í Íslandsdeildinni. „En þeir eru allir karlar“. Bota var studdur yfir tíu öðrum þingmönnum sem viðstaddir voru umræðurnar, úr sendinefndum fimm mismunandi ríkja eins og þingsköp Evrópuráðsþingsins kveða á um. Í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka þeir, Karl Garðarsson, formaður, Brynjar Níelsson og Ögmundur Jónasson. „Það er ekki nein kona í aðalráðinu aðeins sem varamaður og það samræmist ekki reglum okkar, það eru reglur um kynjajafnrétti. Mér skilst að íslenska ráðið viti það fullvel að þeim beri skylda til að hafa konu með en stjórnmálaflokkarnir sjálfir hafi ekki náð samkomulagi um kvennefndarmann, “ segir mr. Hord, stjórnarformaður Evrópuráðsins í samtali við fréttastofu. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildarinnar, segir að það hafi aðeins verið vegna mistaka að kona fór ekki út á vegum nefndarinnar. Enginn af flokkunum þremur hafi tilnefnt konu sem aðalmann í forvali fyrir nefndina. Hann segir jafnframt að til standi þó að breyta nefndinni fyrir næsta þing. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsþingsins kemur fram að þingskapa- og stofnananefnd þingsins muni taka málið fyrir og taka lokaákvörðun á miðvikudag. Þangað til fá íslensku þingmennirnir eingöngu að taka sæti á þinginu til bráðabirgða, með málfrelsi og atkvæðisrétti. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Þingmenn á Evrópuráðsþinginu gera alvarlegar athugasemdir við skipan Íslandsdeildar þingsins á sumarþingi ráðsins sem nú fer fram. Skipan íslensku sendinefndarinnar samræmist ekki reglum um kynjakvóta. Enginn aðalnefndarmaður íslensku sendinefndarinnar er kvenkyns og gagnrýna þingmenn annarra ríkja þá staðreynd. Portúgalski þingmaðurinn José Mendes Bota, kvaddi sér hljóðs á þinginu og benti á að reglur Evrópuráðsþingsins kvæðu á um að sendinefndir einstakra þjóðþinga skyldu skipaðar konum að minnsta kosti í sama hlutfalli og á viðkomandi þingi, eða í allra minnsta lagi skyldi vera ein kona í Íslandsdeildinni. „En þeir eru allir karlar“. Bota var studdur yfir tíu öðrum þingmönnum sem viðstaddir voru umræðurnar, úr sendinefndum fimm mismunandi ríkja eins og þingsköp Evrópuráðsþingsins kveða á um. Í Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins eru fulltrúar þriggja stjórnmálaflokka þeir, Karl Garðarsson, formaður, Brynjar Níelsson og Ögmundur Jónasson. „Það er ekki nein kona í aðalráðinu aðeins sem varamaður og það samræmist ekki reglum okkar, það eru reglur um kynjajafnrétti. Mér skilst að íslenska ráðið viti það fullvel að þeim beri skylda til að hafa konu með en stjórnmálaflokkarnir sjálfir hafi ekki náð samkomulagi um kvennefndarmann, “ segir mr. Hord, stjórnarformaður Evrópuráðsins í samtali við fréttastofu. Karl Garðarsson, formaður Íslandsdeildarinnar, segir að það hafi aðeins verið vegna mistaka að kona fór ekki út á vegum nefndarinnar. Enginn af flokkunum þremur hafi tilnefnt konu sem aðalmann í forvali fyrir nefndina. Hann segir jafnframt að til standi þó að breyta nefndinni fyrir næsta þing. Í fréttatilkynningu Evrópuráðsþingsins kemur fram að þingskapa- og stofnananefnd þingsins muni taka málið fyrir og taka lokaákvörðun á miðvikudag. Þangað til fá íslensku þingmennirnir eingöngu að taka sæti á þinginu til bráðabirgða, með málfrelsi og atkvæðisrétti.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira