Íslenski boltinn

Björgólfur þögull sem gröfin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Magnús Gylfason og Björgólfur þegar allt lék í lyndi.
Magnús Gylfason og Björgólfur þegar allt lék í lyndi. Mynd/Valur.is
Félagaskiptaglugginn í íslenska fótboltanum opnar þann 15. júlí. Þá hafa íslensku félögin rúmar tvær vikur til þess að gera breytingar á liðum sínum áður en mánuðurinn er úti.

Mikil óvissa ríkir um framtíð Björgólfs Takefusa, framherja Valsmanna. Björgólfur hefur verið úti í kuldanum hjá Magnúsi Gylfasyni, þjálfara Vals, í síðustu leikjum þar sem framherjinn braut agareglur liðsins.

„Ég veit ekki neitt. Þetta er bara í vinnslu," sagði Björgólfur í samtali við Vísi í morgun. Hann vildi ekki tjá sig um framtíð sína hjá Hlíðarendaliðinu en Fótbolti.net greindi frá því á dögunum að hann hefði óskað eftir því að fá að yfirgefa félagið.

Valsmenn eru í framherjaleit en Gilles Mbang Ondo var á reynslu á liðinu í síðustu viku. Magnús Gylfason staðfesti hins vegar við Morgunblaðið að hann hefði ekki heillað sig og ekki yrði samið við hann.

Björgólfur gekk í raðir Valsmanna fyrir tímabilið frá Víkingum. Hann hefur komið við sögu í sjö deildarleikjum Valsmanna og einum deildarleik. Hann á þó enn eftir að opna markareikning sinn fyrir félagið í deildinni sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×