Yndislegt að hafa rofið þessa eyðimerkurgöngu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 19. ágúst 2013 00:01 Ríkharður Daðason fagnar sigri. Mynd/Anton „Ég geri ráð fyrir því að gjaldkeri félagsins sé sæmilega ánægður með okkur. Við erum sennilega búnir að létta honum fjárhagsvinnuna á næsta ári. En það er aukaatriði. Aðalmálið er fyrir félagið að vinna titla aftur og við fengum frábæran stuðning sem og Stjörnumenn sem hafa verið frábærir í allt sumar. Nú vil ég hvetja þessa Framara sem maður sá sitja í stúkunni og nutu þessa dags með okkur að halda áfram að koma og styðja okkur það sem eftir er tímabilsins,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir sigur liðsins í Borgunarbikar karla um helgina.Slæm staða í hálfleik Leikurinn var frábær skemmtun, endaði 3-3 og Fram vann síðan 3-1 í vítakeppni. Fram var 0-2 undir í hálfleik og Stjörnumenn voru farnir að sjá fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í hillingum. Fram náði hins vegar að jafna í 2-2 og tryggja sér síðan framlengingu eftir að Stjarnan komst aftur yfir. Hólmbert Aron Friðjónsson minnkaði muninn og Almarr Ormarsson jafnaði síðan leikinn í tvígang. „Fyrst of fremst snerist þetta um að hengja ekki haus, halda aga, halda skipulagi og hafa trú á því að við gætum fengið mark og um leið og við fengjum eitt mark væri leikurinn galopinn að nýju. Sem betur fer þá kom markið fljótlega. Þá kom trúin um leið,“ segir Ríkharður. Ögmundur Kristinsson, fyrirliði og markvörður Fram, varði tvö síðustu víti Stjörnumanna og tryggði Fram bikarinn. „Ögmundur er markvörður í landsliðsklassa og á heima í landsliði. Hann hefur verið frábær fyrir okkur og þessar keppnir eru tækifæri fyrir markmenn til að láta ljós sitt skína,“ segir Ríkharður. Ríkharður var með þegar Framarar unnu bikarmeistaratitilinn síðast fyrir 24 árum. „Ég kom inn á sem varamaður á mínu fyrsta ári í meistaraflokki. Ég held það hafi ekki verið minni gleði. Þá unnum við 3-1 en það er rosalega langt síðan. Þá var vaninn að vinna titla í Safamýri og maður hélt þá 17 ára að þeir yrðu margir á ferlinum en svo áttar maður sig á því síðar á ferlinum að það getur liðið langt á milli en vonandi aldrei aftur svona langt. Það er yndislegt að hafa rofið þessa eyðimerkurgöngu,“ segir Ríkharður. Öðruvísi sem þjálfari „Þetta er fyrst og fremst öðruvísi að því leyti, að sem leikmaður hugsar þú bara um að undirbúa sjálfan þig sem best og þarft að standa þig sjálfur í því verkefni en sem þjálfari þarftu að hugsa um hundrað hluti og þetta var mjög erfið vika. Þetta er mikil vinna fyrir svona leik en að sama skapi var alveg hrikalega gaman og maður er stoltur af að sjá hvernig félagið vaknaði og sjálfboðaliðar spruttu fram og aðstoðuðu með fjáröflun og annað slíkt. Fram er gamall og gróinn klúbbur og sýndi það svo sannarlega í dag að hann er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir Ríkharður.Þorvaldur á hluta í sigrinum Ríkharður tók við Framliðinu í byrjun júní en Þorvaldur Örlygsson var búinn að vera með liðið frá árinu 2008. „Þorvaldur var búinn að vinna frábært starf og setja saman gott lið hjá Fram. Hann á hlut í þessum sigri að sjálfsögðu með því að hafa sett saman mannskapinn. Auðvitað er skrítnara að koma svona inn en engu að síður var okkur vel tekið frá fyrsta degi og þessir strákar eru góðir drengir fyrst og fremst. Þeir eru móttækilegir og hafa tekið vel á móti því sem við höfum viljað gera þó það hafi örugglega verið smá áfall í byrjun. Það eru forréttindi að fá að vinna með þeim,“ sagði Ríkharður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
„Ég geri ráð fyrir því að gjaldkeri félagsins sé sæmilega ánægður með okkur. Við erum sennilega búnir að létta honum fjárhagsvinnuna á næsta ári. En það er aukaatriði. Aðalmálið er fyrir félagið að vinna titla aftur og við fengum frábæran stuðning sem og Stjörnumenn sem hafa verið frábærir í allt sumar. Nú vil ég hvetja þessa Framara sem maður sá sitja í stúkunni og nutu þessa dags með okkur að halda áfram að koma og styðja okkur það sem eftir er tímabilsins,“ sagði Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, eftir sigur liðsins í Borgunarbikar karla um helgina.Slæm staða í hálfleik Leikurinn var frábær skemmtun, endaði 3-3 og Fram vann síðan 3-1 í vítakeppni. Fram var 0-2 undir í hálfleik og Stjörnumenn voru farnir að sjá fyrsta bikarmeistaratitil félagsins í hillingum. Fram náði hins vegar að jafna í 2-2 og tryggja sér síðan framlengingu eftir að Stjarnan komst aftur yfir. Hólmbert Aron Friðjónsson minnkaði muninn og Almarr Ormarsson jafnaði síðan leikinn í tvígang. „Fyrst of fremst snerist þetta um að hengja ekki haus, halda aga, halda skipulagi og hafa trú á því að við gætum fengið mark og um leið og við fengjum eitt mark væri leikurinn galopinn að nýju. Sem betur fer þá kom markið fljótlega. Þá kom trúin um leið,“ segir Ríkharður. Ögmundur Kristinsson, fyrirliði og markvörður Fram, varði tvö síðustu víti Stjörnumanna og tryggði Fram bikarinn. „Ögmundur er markvörður í landsliðsklassa og á heima í landsliði. Hann hefur verið frábær fyrir okkur og þessar keppnir eru tækifæri fyrir markmenn til að láta ljós sitt skína,“ segir Ríkharður. Ríkharður var með þegar Framarar unnu bikarmeistaratitilinn síðast fyrir 24 árum. „Ég kom inn á sem varamaður á mínu fyrsta ári í meistaraflokki. Ég held það hafi ekki verið minni gleði. Þá unnum við 3-1 en það er rosalega langt síðan. Þá var vaninn að vinna titla í Safamýri og maður hélt þá 17 ára að þeir yrðu margir á ferlinum en svo áttar maður sig á því síðar á ferlinum að það getur liðið langt á milli en vonandi aldrei aftur svona langt. Það er yndislegt að hafa rofið þessa eyðimerkurgöngu,“ segir Ríkharður. Öðruvísi sem þjálfari „Þetta er fyrst og fremst öðruvísi að því leyti, að sem leikmaður hugsar þú bara um að undirbúa sjálfan þig sem best og þarft að standa þig sjálfur í því verkefni en sem þjálfari þarftu að hugsa um hundrað hluti og þetta var mjög erfið vika. Þetta er mikil vinna fyrir svona leik en að sama skapi var alveg hrikalega gaman og maður er stoltur af að sjá hvernig félagið vaknaði og sjálfboðaliðar spruttu fram og aðstoðuðu með fjáröflun og annað slíkt. Fram er gamall og gróinn klúbbur og sýndi það svo sannarlega í dag að hann er ekki dauður úr öllum æðum,“ segir Ríkharður.Þorvaldur á hluta í sigrinum Ríkharður tók við Framliðinu í byrjun júní en Þorvaldur Örlygsson var búinn að vera með liðið frá árinu 2008. „Þorvaldur var búinn að vinna frábært starf og setja saman gott lið hjá Fram. Hann á hlut í þessum sigri að sjálfsögðu með því að hafa sett saman mannskapinn. Auðvitað er skrítnara að koma svona inn en engu að síður var okkur vel tekið frá fyrsta degi og þessir strákar eru góðir drengir fyrst og fremst. Þeir eru móttækilegir og hafa tekið vel á móti því sem við höfum viljað gera þó það hafi örugglega verið smá áfall í byrjun. Það eru forréttindi að fá að vinna með þeim,“ sagði Ríkharður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn