Eftirlitsvélar í um 100 leigubílum Freyr Bjarnason skrifar 30. nóvember 2013 07:00 Ástgeir Þorsteinsson segir að leigubílstjórar með eftirlitsmyndavélar finni fyrir auknu öryggi í starfi sínu. fréttablaðið/gva Eftirlitssmyndavélum í íslenskum leigubílum hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru þær á bilinu sextíu til eitt hundrað talsins, flestar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt ágiskun Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. Alls eru 587 leigubílar í umferð á númerum á höfuðborgarsvæðinu dag, miðað við upplýsingar frá Samgöngustofu. „Menn hafa orðið varir við það að ef fólk veit af myndavélunum þá hagar það sér öðruvísi,“ segir Ástgeir, spurður hvort leigubílstjórar hafi fundið fyrir auknu öryggi með myndavélunum „Þetta hefur ákveðinn fælingarmátt.“ Myndavélarnar fást hér á landi og kostar stykkið á bilinu fimmtíu til eitt hundrað þúsund krónur. Leigubílstjórarnir þurfa sjálfir að kaupa þennan eftirlitsbúnað, enda eru þeir einyrkjar. Árásum á leigubílstjóra hefur fjölgað töluvert og með notkun myndavélanna vilja menn sporna við þeirri þróun. Oft tengjast árásirnar fíkniefnaneytendum. Að sögn Ástgeirs verða leigubílstjórar meira varir við þá á næturna í miðri viku enda sé hinn almenni maður ekkert á ferli þá. Hann segir öðruvísi að keyra fíkniefnaneytendur en drykkjufólk. „Þetta er ekkert eins og var hér áður fyrr þegar menn voru eingöngu að keyra drukkið fólk. Þá var yfirleitt hægt að tala menn til en almennt taka menn engan „sjéns“ á því í dag. Menn geta aldrei áttað sig á ástandi farþega og menn eru hálfruglaðir undir áhrifum. Oft er betra að reyna að losa sig við farþegana. Þetta hefur samt ekkert verið stórvandamál.“ Þeir sem vilja gerast leigubílstjórar þurfa í dag að undirgangast námskeið á vegum Samgöngustofu þar sem fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar fer yfir hvað er best að gera þegar fíkniefnaneytendur stíga inn í leigubíla. Starfsmenn Hreyfils sem lenda í vandræðum geta látið lögregluna vita með því að ýta á neyðarhnapp í bíl sínum. Staðsetningartæki lætur lögregluna vita hvar þeir eru staddir og þurfa þeir því ekki að segja aukatekið orð þurfi þeir á hjálp að halda. Daníel Einarsson borgaði hátt í 100 þúsund krónur fyrir eftirlitsmyndavél í leigubílinn sinn fyrir þremur mánuðum. Hann segir andrúmsloftið í bílnum hafa breyst við það. „Fólk er ekki eins mikið að rífa kjaft upp úr þurru og hættir að gleyma veskinu og svona.“ Hann lenti eitt sinn í því að vafið var málmbandi utan um hálsinn á honum. „Mér brá heldur. Það var maður sem sat fyrir aftan mig sem hengdi málmbandið á mig. Þegar ég reyndi að losa strekkti hann,“ segir Daníel, sem hefur verið leigubílstjóri í tólf ár. „Þetta á að vera sniðugt og fínt en þegar fólk er í glasi gerir það sér ekki grein fyrir hættunni sem það er að stofna bílnum í, það er bara í öðrum heimi. Þegar djammklukkan slær hjá Íslendingum þá allt í einu má allt sem mátti ekki áður.“ Hann veit dæmi þess að fólk hafi hringt og pantað sér fíkniefni úr bílnum hans. „Það er að spyrja hvort það eigi stuð. Svo er það með peninga fyrir stuðinu og er ekki með peninga fyrir bílnum, en núna er þetta allt á myndavél með hljóði.“ Daníel er sammála því að heimurinn sé að harðna þegar vímuefnaneytendur í leigubílum eru annars vegar. „Maður veit ekkert á hvaða efnum fólk er. Það getur „snappað“ allt í einu.“ Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira
Eftirlitssmyndavélum í íslenskum leigubílum hefur fjölgað mikið að undanförnu og eru þær á bilinu sextíu til eitt hundrað talsins, flestar á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt ágiskun Ástgeirs Þorsteinssonar, formanns Bandalags íslenskra leigubifreiðarstjóra. Alls eru 587 leigubílar í umferð á númerum á höfuðborgarsvæðinu dag, miðað við upplýsingar frá Samgöngustofu. „Menn hafa orðið varir við það að ef fólk veit af myndavélunum þá hagar það sér öðruvísi,“ segir Ástgeir, spurður hvort leigubílstjórar hafi fundið fyrir auknu öryggi með myndavélunum „Þetta hefur ákveðinn fælingarmátt.“ Myndavélarnar fást hér á landi og kostar stykkið á bilinu fimmtíu til eitt hundrað þúsund krónur. Leigubílstjórarnir þurfa sjálfir að kaupa þennan eftirlitsbúnað, enda eru þeir einyrkjar. Árásum á leigubílstjóra hefur fjölgað töluvert og með notkun myndavélanna vilja menn sporna við þeirri þróun. Oft tengjast árásirnar fíkniefnaneytendum. Að sögn Ástgeirs verða leigubílstjórar meira varir við þá á næturna í miðri viku enda sé hinn almenni maður ekkert á ferli þá. Hann segir öðruvísi að keyra fíkniefnaneytendur en drykkjufólk. „Þetta er ekkert eins og var hér áður fyrr þegar menn voru eingöngu að keyra drukkið fólk. Þá var yfirleitt hægt að tala menn til en almennt taka menn engan „sjéns“ á því í dag. Menn geta aldrei áttað sig á ástandi farþega og menn eru hálfruglaðir undir áhrifum. Oft er betra að reyna að losa sig við farþegana. Þetta hefur samt ekkert verið stórvandamál.“ Þeir sem vilja gerast leigubílstjórar þurfa í dag að undirgangast námskeið á vegum Samgöngustofu þar sem fulltrúi frá fíkniefnadeild lögreglunnar fer yfir hvað er best að gera þegar fíkniefnaneytendur stíga inn í leigubíla. Starfsmenn Hreyfils sem lenda í vandræðum geta látið lögregluna vita með því að ýta á neyðarhnapp í bíl sínum. Staðsetningartæki lætur lögregluna vita hvar þeir eru staddir og þurfa þeir því ekki að segja aukatekið orð þurfi þeir á hjálp að halda. Daníel Einarsson borgaði hátt í 100 þúsund krónur fyrir eftirlitsmyndavél í leigubílinn sinn fyrir þremur mánuðum. Hann segir andrúmsloftið í bílnum hafa breyst við það. „Fólk er ekki eins mikið að rífa kjaft upp úr þurru og hættir að gleyma veskinu og svona.“ Hann lenti eitt sinn í því að vafið var málmbandi utan um hálsinn á honum. „Mér brá heldur. Það var maður sem sat fyrir aftan mig sem hengdi málmbandið á mig. Þegar ég reyndi að losa strekkti hann,“ segir Daníel, sem hefur verið leigubílstjóri í tólf ár. „Þetta á að vera sniðugt og fínt en þegar fólk er í glasi gerir það sér ekki grein fyrir hættunni sem það er að stofna bílnum í, það er bara í öðrum heimi. Þegar djammklukkan slær hjá Íslendingum þá allt í einu má allt sem mátti ekki áður.“ Hann veit dæmi þess að fólk hafi hringt og pantað sér fíkniefni úr bílnum hans. „Það er að spyrja hvort það eigi stuð. Svo er það með peninga fyrir stuðinu og er ekki með peninga fyrir bílnum, en núna er þetta allt á myndavél með hljóði.“ Daníel er sammála því að heimurinn sé að harðna þegar vímuefnaneytendur í leigubílum eru annars vegar. „Maður veit ekkert á hvaða efnum fólk er. Það getur „snappað“ allt í einu.“
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Fleiri fréttir Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sjá meira