Innlent

Borgarafundur um niðurskurð í framhaldsskólum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Nemendur og starfsfólk Iðnskólans í Hafnarfirði og Flensborgarskóla í Hafnarfirði boða til borgarafundar um fjárhagsstöðu skólanna.
Nemendur og starfsfólk Iðnskólans í Hafnarfirði og Flensborgarskóla í Hafnarfirði boða til borgarafundar um fjárhagsstöðu skólanna. Fréttablaðið/GVA
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skorar á mennta- og menningarmálaráðherra, Illuga Gunnarsson, að endurskoða fjárframlög til Flensborgarskólans og Iðnskólans í Hafnarfirði.

Á fundi bæjarstjórnarinnar á miðvikudag afhentu fulltrúar nemenda og starfsfólks framhaldsskólanna áskorun vegna stöðunnar og boðuðu til borgarafundar.

„Krafa um tafarlausa leiðréttingu á rekstrarhalla skólanna er harkaleg þegar horft er til raunverulegrar fjárhagsþarfar þessarra tveggja menntastofnana,“ bókaði meirihluti bæjarstjórnar.

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. Þeir sögðust hafa áhyggjur af þröngri fjárhagsstöðu framhaldsskólanna en að fullyrðingar um niðurskurð til skólanna væru ekki réttar.

„Hefði bæjarfulltrúum Samfylkingar og VG verið nær að líta sér nær og bregðast við á ríkisstjórnartímabili eigin flokka þegar fjallað er um núverandi stöðu þessara skóla,“ bókuðu sjálfstæðismenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×