Segja dæmda ofbeldismenn hafa greiðan aðgang að konum innan heilbrigðiskerfisins 22. apríl 2013 20:41 Rótin óttast að ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að konum innan heilbrigðiskerfisins. Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda sendi í morgun erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðum til landlæknis. Félagið óttast að dæmdir ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að ungum konum í heilbrigðiskerfinu og vitna meðal annars í dóm sem féll 11. þessa mánaðar þar sem karlmaður var dæmdur í fangelsi fyrir að beita átján ára stúlku hrottalegu ofbeldi, en þau kynntust inn á meðferðarstofnun. Í tilkynningu frá Rótinni segir meðal annars: Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“ Hægt er að lesa erindið í heild sinni hér fyrir neðan: „Hinn 11. þessa mánaðar féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur vegna hrottalegra ofbeldisglæpa gagnvart ungum konum. Hinn dæmdi, sem er 33 ára, hafði áður hlotið langa dóma vegna alvarlegra ofbeldisglæpa gagnvart konum. Í dómsorðinu kemur fram að hann hafi kynnst síðasta fórnarlambi sínu í áfengismeðferð. Þar er á ferð 18 ára stúlka sem hafði leitað sér meðferðar inni á meðferðarstofnun þar sem hún kynntist ofbeldismanninum. Um árás mannsins á þessa ungu konu stendur í dómsorði: „Var árásin hrottaleg og fallin til þess að valda brotaþola ótta um líf sitt.“ Ráð Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur verulegar áhyggjur af því að dæmdir ofbeldismenn hafi aðgang að ungum konum, og veiku fólki almennt, innan heilbrigðiskerfisins. Líta verður til þess að stór hluti kvenna sem kemur til meðferðar á ofbeldissögu að baki og sú staðreynd gerir þennan hóp enn veikari fyrir hvers kyns valdbeitingu. Hið sama á að mörgu leyti við um unga menn. Ingólfur V. Gíslason orðar þetta svona í skýrslu sinni um Ofbeldi í nánum samböndum sem unnin var fyrir félags- og tryggingaráðuneytið: „Í fyrsta lagi er ofbeldi nokkuð sameiginleg reynsla kvenna sem leita á Vog, þær hafa langflestar verið beittar einhverju ofbeldi. Raunar var það samdóma álit viðmælenda, bæði á Vogi og í áhættumeðgöngunni hjá Landspítalanum, að konur sem væru í mikilli neyslu væru með ofbeldi sem „sjálfsagðan“ þátt í sínu lífi og raunar eitthvað sem þær upplifi yfirleitt ekki sem sitt megin vandamál. Þannig var talið að a.m.k. 70 – 80% þeirra kvenna sem stríddu við fíkn hefðu verið beittar einhverju ofbeldi.“ Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“ Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Rótin - félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda sendi í morgun erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöðum til landlæknis. Félagið óttast að dæmdir ofbeldismenn hafi greiðan aðgang að ungum konum í heilbrigðiskerfinu og vitna meðal annars í dóm sem féll 11. þessa mánaðar þar sem karlmaður var dæmdur í fangelsi fyrir að beita átján ára stúlku hrottalegu ofbeldi, en þau kynntust inn á meðferðarstofnun. Í tilkynningu frá Rótinni segir meðal annars: Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“ Hægt er að lesa erindið í heild sinni hér fyrir neðan: „Hinn 11. þessa mánaðar féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur vegna hrottalegra ofbeldisglæpa gagnvart ungum konum. Hinn dæmdi, sem er 33 ára, hafði áður hlotið langa dóma vegna alvarlegra ofbeldisglæpa gagnvart konum. Í dómsorðinu kemur fram að hann hafi kynnst síðasta fórnarlambi sínu í áfengismeðferð. Þar er á ferð 18 ára stúlka sem hafði leitað sér meðferðar inni á meðferðarstofnun þar sem hún kynntist ofbeldismanninum. Um árás mannsins á þessa ungu konu stendur í dómsorði: „Var árásin hrottaleg og fallin til þess að valda brotaþola ótta um líf sitt.“ Ráð Rótarinnar – félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda hefur verulegar áhyggjur af því að dæmdir ofbeldismenn hafi aðgang að ungum konum, og veiku fólki almennt, innan heilbrigðiskerfisins. Líta verður til þess að stór hluti kvenna sem kemur til meðferðar á ofbeldissögu að baki og sú staðreynd gerir þennan hóp enn veikari fyrir hvers kyns valdbeitingu. Hið sama á að mörgu leyti við um unga menn. Ingólfur V. Gíslason orðar þetta svona í skýrslu sinni um Ofbeldi í nánum samböndum sem unnin var fyrir félags- og tryggingaráðuneytið: „Í fyrsta lagi er ofbeldi nokkuð sameiginleg reynsla kvenna sem leita á Vog, þær hafa langflestar verið beittar einhverju ofbeldi. Raunar var það samdóma álit viðmælenda, bæði á Vogi og í áhættumeðgöngunni hjá Landspítalanum, að konur sem væru í mikilli neyslu væru með ofbeldi sem „sjálfsagðan“ þátt í sínu lífi og raunar eitthvað sem þær upplifi yfirleitt ekki sem sitt megin vandamál. Þannig var talið að a.m.k. 70 – 80% þeirra kvenna sem stríddu við fíkn hefðu verið beittar einhverju ofbeldi.“ Við krefjumst þess að skapaðar verði aðstæður inni í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við þeim alvarlega sjúkdómi sem alkóhólismi er án þess að eiga það á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna.“
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira