Umfjöllun og viðtöl: Þór - KR 1-3 | KR minnkaði forskot FH í eitt stig Ólafur Haukur Tómasson skrifar 7. ágúst 2013 17:30 Mynd/Stefán KR-ingar minnkuðu forskot FH á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta í eitt stig með því að sækja þrjú stig norður á Akureyri í kvöld. KR vann Þór 3-1 þar sem Óskar Örn Hauksson skoraði tvö síðustu mörk Vesturbæjarliðsins. Tvö af mörkum KR-inga komu úr vítaspyrnum en sigur KR-liðsins var sanngjarn og liðið ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni Guðjónsson kom KR í 1-0 með marki úr víti á lokamínútu fyrri hálfleiks en Sveinn Elías Jónsson jafnaði fyrir Þór á 59. mínútu. Óskar Örn Hauksson tryggði KR síðan sigurinn með tveimur mörkum en seinna mark hans kom úr vítaspyrnu. Þór gengur enn illa að sækja stig á heimavelli í sumar og engin breyting var þar á þegar KR kom í heimsókn og fóru gestirnir heim með 3-1 sigur. Bjarni Guðjónsson skoraði úr vítaspyrnu en Sveinn Elías Jónsson tókst að jafna leikinn. Það var svo Óskar Örn Hauksson sem lét til sín taka og skoraði tvö síðustu mörk KR og tryggði þeim mikilvægan sigur. Leikurinn fór kröftuglega af stað og létu menn finna fyrir sér en hvorugu liðinu tókst að skapa sér einhver færi af viti. Það var rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Ingi Freyr Hilmarsson braut klaufalega á Emil Atlasyni og dæmd var vítaspyrna sem Bjarni Guðjónsson skoraði auðveldlega úr. Gestirnir þá með sanngjarna forystu í hálfleik. Sveinn Elías Jónsson náði að jafna leikinn fyrir Þór með laglegu marki þegar hann lagði hann í fjærhornið framhjá Hannesi Þór í marki KR. Þórsarar voru þó ekki lengi í leiknum því aðeins nokkrum mínútum síðar skoraði Óskar Örn Hauksson glæsilegt mark eftir flottan undirbúning Hauks Heiðars Haukssonar. Nokkru síðar fengu KR aðra vítaspyrnu, þá var brotið á Gary Martin. Óskar Örn steig þá á punktinn og skoraði annað mark sitt í leiknum með laglegu skoti. Heimamenn reyndu að sækja og freista þess að jafna leikinn en vörn KR var þeim ofviða og 3-1 urðu lokatölur leiksins. Öruggur sigur KR sem er nú einu stigi á eftir FH og eiga leik til góða. Páll Viðar Gíslason: Ástæða fyrir því að þeir séu með sjötíu stig„KR-ingar voru mjög sterkir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og voru kannski verðskuldað yfir en enn og aftur ódýr mörk sem við erum að gefa hérna. Ég er samt sáttur við margt í okkar leik, viljinn var fyrir hendi og þeir sem komu inn voru flottir. Það vantaði kannski bara herslumuninn og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir séu með sjötíu stig en við bara þrettán. Ég er sáttur með margt hjá Þórsliðinu í dag þó ég sé að sjálfsögðu ekki ánægður með að tapa," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leik. Fámennt var í framlínu Þórs og mátti sjá að tveir af þeirra markahæstu mönnum, Jóhann Helgi Hannesson og Chukwudi Chijindu, fyrir þennan leik voru ekki í hópnum: „Jóhann Helgi er meiddur og Chuck [Chukwudi Chijindu] er frá vegna óviðráðanlegra persónulegra aðstæðna en það er ekkert vandamál en þeir verða vonandi báðir klárir í næsta leik." Þór hefur ekki verið á góðu skriði undanfarið og telur Páll þá hafa einhverja ása upp í erminni sem hann hefur ekki notað hingað til? „Við erum þéttur tuttugu manna hópur og það er barist um stöður. Við ákváðum að standa og falla með þessum leikmannahópi og vorum sáttir við hann. Það er væntanlega og ég hef trú á því að það sé ásinn sem við þurfum náum okkar markmiðum þegar mótið er flautað af," bætti Páll Viðar við. Sveinn Elías Jónsson: Þetta er enginn árangur„Mér fannst tiltölulega jafn í upphafi en við gáfum svo eftir síðustu tíu til fimmtán mínútunum í fyrri hálfleik og hleyptum þeim of mikið í að gefa boltann fyrir og þannig skoruðu þeir mark. Við pressuðum aðeins hærra í seinni hálfleiknum og náðum að jafna en mér fannst við bara frekar slakir," sagði Sveinn Elías fyrirliði Þórs eftir leikinn. „Mér finnst ekki vanta mikið upp á og við vorum varir við það í fyrri umferðinni þar sem við vorum svolítið yfirspilaðir í fyrstu þremur leikjunum að við mættum kannski ekki eins sterkjum sóknarliðum í leikjunum á eftir og vorum ekki að fá eins mikið af færum á okkur og ef að lið fá ekki færi þá skora þau ekki mörk. Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá okkur." Í síðasta heimaleik Þórs gagnrýndi Orri Freyr Hjaltalín leikmenn Þórs um að sýna ekki nógu mikinn hug á því að vinna leiki og að þeir mættu ekki með rétt hugarfar í leikina, Sveinn Elías segist ekki sammála því: „Nei, mér fannst það alls ekki. Mér fannst við nokkuð klárir í þetta og út frá mér sjálfum þá fannst mér ég vera léttari á mér en í síðustu leikjum. KR-ingarnir voru bara okkur ofviða í dag." Heimavallarárangur Þórs hefur ekki verið góður í sumar og hefur liðið aðeins fengið fjögur stig úr heimaleikjunum. Sveinn er mjög ósáttur með það: „Við erum mjög svekktir. Þetta er enginn árangur." Rúnar Kristinnson: Mjög bjartsýnn á framhaldið„Ég er virkilega ánægður. Mjög gott að koma hingað norður, fá frábært veður og frábærar aðstæður, hvað þá ef maður fær sigur. Þórsarar byrjuðu betur en mér fannst við yfir og fengum nokkur dauðafæri sem gátu komið okkur yfir. Þegar við komumst í stöðuna 1-0 fóru þeir að setja pressu á okkur með löngum boltum sem við réðum ekki við og þeir náðu að jafna en við unnum okkur vel úr henni og koma boltanum í leik aftur, láta hann ganga betur á milli okkar og skapa þau færi sem við þurftum," sagði Rúnar Kristinnson, þjálfari KR eftir leikinn. Í fyrri hálfleik missti KR Jónas Guðna Sævarsson í meiðsli og þurfti að bera hann útaf. Hvernig er staðan hjá honum? „Það er ekki gott að missa menn í meiðsli en við erum með stórann hóp og það kemur maður í manns stað en það er slæmt að missa Jónas. Hann er lykilmaður á miðjunni hjá okkur og búinn að standa sig mjög vel og er frá í kannski tvær til þrjár vikur." „Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég var ánægður með leik allra í dag og framlag allra leikmanna því það er erfitt að koma norður og spila gegn góðu liði Þórsara. Við náðum í þrjú stig og erum sáttir með það," svaraði Rúnar þegar hann var spurður út í hug KR fyrir komandi átök. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
KR-ingar minnkuðu forskot FH á toppi Pepsi-deildar karla í fótbolta í eitt stig með því að sækja þrjú stig norður á Akureyri í kvöld. KR vann Þór 3-1 þar sem Óskar Örn Hauksson skoraði tvö síðustu mörk Vesturbæjarliðsins. Tvö af mörkum KR-inga komu úr vítaspyrnum en sigur KR-liðsins var sanngjarn og liðið ætlar ekkert að gefa eftir í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni Guðjónsson kom KR í 1-0 með marki úr víti á lokamínútu fyrri hálfleiks en Sveinn Elías Jónsson jafnaði fyrir Þór á 59. mínútu. Óskar Örn Hauksson tryggði KR síðan sigurinn með tveimur mörkum en seinna mark hans kom úr vítaspyrnu. Þór gengur enn illa að sækja stig á heimavelli í sumar og engin breyting var þar á þegar KR kom í heimsókn og fóru gestirnir heim með 3-1 sigur. Bjarni Guðjónsson skoraði úr vítaspyrnu en Sveinn Elías Jónsson tókst að jafna leikinn. Það var svo Óskar Örn Hauksson sem lét til sín taka og skoraði tvö síðustu mörk KR og tryggði þeim mikilvægan sigur. Leikurinn fór kröftuglega af stað og létu menn finna fyrir sér en hvorugu liðinu tókst að skapa sér einhver færi af viti. Það var rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Ingi Freyr Hilmarsson braut klaufalega á Emil Atlasyni og dæmd var vítaspyrna sem Bjarni Guðjónsson skoraði auðveldlega úr. Gestirnir þá með sanngjarna forystu í hálfleik. Sveinn Elías Jónsson náði að jafna leikinn fyrir Þór með laglegu marki þegar hann lagði hann í fjærhornið framhjá Hannesi Þór í marki KR. Þórsarar voru þó ekki lengi í leiknum því aðeins nokkrum mínútum síðar skoraði Óskar Örn Hauksson glæsilegt mark eftir flottan undirbúning Hauks Heiðars Haukssonar. Nokkru síðar fengu KR aðra vítaspyrnu, þá var brotið á Gary Martin. Óskar Örn steig þá á punktinn og skoraði annað mark sitt í leiknum með laglegu skoti. Heimamenn reyndu að sækja og freista þess að jafna leikinn en vörn KR var þeim ofviða og 3-1 urðu lokatölur leiksins. Öruggur sigur KR sem er nú einu stigi á eftir FH og eiga leik til góða. Páll Viðar Gíslason: Ástæða fyrir því að þeir séu með sjötíu stig„KR-ingar voru mjög sterkir, þá sérstaklega í fyrri hálfleik og voru kannski verðskuldað yfir en enn og aftur ódýr mörk sem við erum að gefa hérna. Ég er samt sáttur við margt í okkar leik, viljinn var fyrir hendi og þeir sem komu inn voru flottir. Það vantaði kannski bara herslumuninn og kannski er það ástæðan fyrir því að þeir séu með sjötíu stig en við bara þrettán. Ég er sáttur með margt hjá Þórsliðinu í dag þó ég sé að sjálfsögðu ekki ánægður með að tapa," sagði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leik. Fámennt var í framlínu Þórs og mátti sjá að tveir af þeirra markahæstu mönnum, Jóhann Helgi Hannesson og Chukwudi Chijindu, fyrir þennan leik voru ekki í hópnum: „Jóhann Helgi er meiddur og Chuck [Chukwudi Chijindu] er frá vegna óviðráðanlegra persónulegra aðstæðna en það er ekkert vandamál en þeir verða vonandi báðir klárir í næsta leik." Þór hefur ekki verið á góðu skriði undanfarið og telur Páll þá hafa einhverja ása upp í erminni sem hann hefur ekki notað hingað til? „Við erum þéttur tuttugu manna hópur og það er barist um stöður. Við ákváðum að standa og falla með þessum leikmannahópi og vorum sáttir við hann. Það er væntanlega og ég hef trú á því að það sé ásinn sem við þurfum náum okkar markmiðum þegar mótið er flautað af," bætti Páll Viðar við. Sveinn Elías Jónsson: Þetta er enginn árangur„Mér fannst tiltölulega jafn í upphafi en við gáfum svo eftir síðustu tíu til fimmtán mínútunum í fyrri hálfleik og hleyptum þeim of mikið í að gefa boltann fyrir og þannig skoruðu þeir mark. Við pressuðum aðeins hærra í seinni hálfleiknum og náðum að jafna en mér fannst við bara frekar slakir," sagði Sveinn Elías fyrirliði Þórs eftir leikinn. „Mér finnst ekki vanta mikið upp á og við vorum varir við það í fyrri umferðinni þar sem við vorum svolítið yfirspilaðir í fyrstu þremur leikjunum að við mættum kannski ekki eins sterkjum sóknarliðum í leikjunum á eftir og vorum ekki að fá eins mikið af færum á okkur og ef að lið fá ekki færi þá skora þau ekki mörk. Ég er bjartsýnn á framhaldið hjá okkur." Í síðasta heimaleik Þórs gagnrýndi Orri Freyr Hjaltalín leikmenn Þórs um að sýna ekki nógu mikinn hug á því að vinna leiki og að þeir mættu ekki með rétt hugarfar í leikina, Sveinn Elías segist ekki sammála því: „Nei, mér fannst það alls ekki. Mér fannst við nokkuð klárir í þetta og út frá mér sjálfum þá fannst mér ég vera léttari á mér en í síðustu leikjum. KR-ingarnir voru bara okkur ofviða í dag." Heimavallarárangur Þórs hefur ekki verið góður í sumar og hefur liðið aðeins fengið fjögur stig úr heimaleikjunum. Sveinn er mjög ósáttur með það: „Við erum mjög svekktir. Þetta er enginn árangur." Rúnar Kristinnson: Mjög bjartsýnn á framhaldið„Ég er virkilega ánægður. Mjög gott að koma hingað norður, fá frábært veður og frábærar aðstæður, hvað þá ef maður fær sigur. Þórsarar byrjuðu betur en mér fannst við yfir og fengum nokkur dauðafæri sem gátu komið okkur yfir. Þegar við komumst í stöðuna 1-0 fóru þeir að setja pressu á okkur með löngum boltum sem við réðum ekki við og þeir náðu að jafna en við unnum okkur vel úr henni og koma boltanum í leik aftur, láta hann ganga betur á milli okkar og skapa þau færi sem við þurftum," sagði Rúnar Kristinnson, þjálfari KR eftir leikinn. Í fyrri hálfleik missti KR Jónas Guðna Sævarsson í meiðsli og þurfti að bera hann útaf. Hvernig er staðan hjá honum? „Það er ekki gott að missa menn í meiðsli en við erum með stórann hóp og það kemur maður í manns stað en það er slæmt að missa Jónas. Hann er lykilmaður á miðjunni hjá okkur og búinn að standa sig mjög vel og er frá í kannski tvær til þrjár vikur." „Já, ég er mjög bjartsýnn á framhaldið. Ég var ánægður með leik allra í dag og framlag allra leikmanna því það er erfitt að koma norður og spila gegn góðu liði Þórsara. Við náðum í þrjú stig og erum sáttir með það," svaraði Rúnar þegar hann var spurður út í hug KR fyrir komandi átök.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Íslenski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn