Innlent

Strandveiði gengur vel

Heimir Már Pétursson skrifar
Mikil sjósókn hefur verið í strandveiðinni enda veður nú ágætt.
Mikil sjósókn hefur verið í strandveiðinni enda veður nú ágætt.

Strandveiði hefur gengið vel það sem af er júnímánuði og hafa öll veiðisvæði smábátanna verið opin og mikil sjósókn.

Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar voru 570 bátar tilkynnt sig á sjó skömmu fyrir klukkan sex í morgun og bjóst varðstjóri við að þeim ætti eftir að fjölga töluvert eftir sem líður á morgunin. Veður til veiða er gott á öllum svæðum nema þá helst fyrir austan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×