Innlent

Fundu kannabisplöntur og mikið af stinningarlyfjum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ í gær.

Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á um 25 kannabisplöntur, auk búnaðar sem tengdist starfseminni, en ræktunin var vel falin á millilofti í húsnæðinu.

Á sama stað var einnig lagt hald á verulegt magn af stinningarlyfjum. Karl um fertugt var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×