Innlent

Bein útsending frá blaðamannafundi Gunnars Braga í Brussel

Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra. Mynd/ Stöð 2 fréttir
Hægt verður að horfa beint á blaðamannafund Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, og Stefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, á vef á vegum Evrópusambandsins, en fundurinn hefst klukkan fjögur að íslenskum tíma, eða sex á staðartíma.

Gunnar Bragi hefur gefið út þær yfirlýsingar að hann vilji gera „alvöru" hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB. Hann sagði einnig í viðtali við fréttastofuna fyrir skömmu að að hann hygðist fara til Brussel þar sem hann myndi ræða þetta hlé við stækkunarstjórann.

Hægt verður að horfa á beinu útsendinguna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×