Fótbolti

Zanetti sleit hásin | Ferillinn búinn?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Javier Zanetti, fyrirliði Inter, sleit líklega hásin í dag þegar að lið hans tapaði fyrir Palermo, 1-0.

Zanetti er fertugur og er því óvíst hvort hann muni snúa aftur inn á knattspyrnuvöllinn þegar hann hefur jafnað sig á meiðslunum, sem tekur yfirleitt 6-8 mánuði.

Hann var borinn af velli á 17. mínútu en félagið hefur reyndar ekki staðfest enn að meiðslin séu svo alvarleg.

„Þetta var mjög sárt og er reyndar enn,“ sagði hann við blaðamenn eftir leikinn. „En ég mun jafna mig á þessu.“

Javier Zanetti er Argentínumaður og spilaði 145 landsleiki á ferlinum. Hann hefur verið hjá Inter síðan 1995 og spilað á þeim tíma meira en 600 deildarleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×