Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Valur 2-0 | Tvö Keflavíkurmörk í lokin Árni Jóhannsson á Nettóvellinum í Keflavík skrifar 18. ágúst 2013 18:30 Mynd/Stefán Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Val í 16. umferð Pepsi-deildar karla í Keflavík í kvöld en með sigrinum komust Keflvíkingar upp úr fallsæti. Mörk Keflavíkinga komu með tveggja mínútna millibili undir lok leiksins. Daníel Gylfason skoraði það fyrra 84. mínútu og Hörður Sveinsson það síðara á 86. mínútu. Daníel Gylfason kom inn á sem varamaður í Keflavíkurliðinu en hann kom inn á völlinn eftir klukkutíma leik. Þetta er annar heimaleikurinn í röð þar sem varamaður kemur Keflvíkingum yfir. Þetta var mjög mikilvægan leikur því Keflvíkingar eru í bullandi botnbaráttu og Valsmenn áttu tækifæri á að setja pressu á þriðja og fjórða sæti deildarinnar og þannig blanda sér í baráttu um evrópusæti. Fyrri hálfleikur bar þess merki að liðin töldu um mikilvægan leik væri að ræða enda mikil barátta um stöður á vellinum sem gerði það að verkum að sóknarleikur liðana var ekki upp á marga fiska og sáust því fá færi. Hættulegasta færi leiksins áttu heimamenn, sem voru meira með boltann, þegar Hörður Sveinsson skallaði boltann í þverslánna á marki Valsmanna og það skoppaði boltinn af marklínunni og út. Liðin gengu því jöfn til búningsherbergja að loknum 45 mínútum. Seinni hálfleikur þróaðist eins og sá fyrri, lítið um færi, mikil barátta á vellinum og hefðu nokkur gul spjöld geta farið á loft en dómari leiksins vildi halda þeim í vasanum þangað til á 79. mínútu þegar Keflvíkingar fengu þrjú spjöld á þremur mínútum. Þar af tvö fyrir kjaftbrúk. Á 84. mínútu dró til tíðinda þegar Hörður Sveinsson fékk boltann á miðjunni og tók á rás að marki, renndi hann síðan boltanum út á kant þar sem Bojan Ljubicic kom aðvífandi, bar boltann inn í teig og skaut að marki en Ásgeir Þór varði boltann út í teig. Þar var Daníel Gylfason, sem kom inn á sem varamaður, mættur og renndi boltanum í autt markið áður en varnarmenn Vals náðu til boltans. 1-0 fyrir heimamenn og lítið eftir af leiknum. Keflvíkingar gerðu síðan út um leikinn tveimur mínútum seinna þegar Arnór Ingvi Traustason gaf góða fyrirgjöf inn á teig gestanna, þar sem hann fann kollinn á Herði Sveinssyni sem skallaði boltann í netið og nokkuð öruggt að Keflvíkingar væru að fara að vinna á heimavelli í annað skiptið í röð. Leikurinn fjaraði síðan út og var mikil ánægja Keflavíkur megin í stúkunni þegar flautað var til leiksloka. Keflvíkingar náðu með sigrinum að lyfta sér af fallsvæðinu, þar sem Víkingur Ólafsvík náði einungis jafntefli fyrr í dag en munurinn er þó aðeins eitt stig og því erfiðir tímar framundan fyrir Keflavík. Valsmenn sitja enn í fimmta sæti deildarinnar og geta misst félögin fyrir ofan sig fjær sér enda eiga þau leiki inni á Valsmenn. Magnús Gylfason: Ég get ekki verið sáttur við þennan leikMagnús Gylfason þjálfari Vals var að vonum ekki sáttur við tap sinna manna í Keflavík í kvöld. „Ég get ekki verið sáttur við þennan leik nei, þá sérstaklega tap minna manna. Mér fannst seinni hálfleikur vera ágætur hjá okkur við vorum byrjaðir að skapa okkur færi og spila smá fótbolta en heilt yfir er ég mjög ósáttur við leik minna manna.“ Magnús hélt áfram að liðið sitt hafi verið slakt í fyrri hálfleik en að færanýting í seinni hálfleik hafi kostað þá stigin. „Við gerðum allt rangt í fyrri hálfleik en byrjuðum að skapa okkur færi í seinni hálfleik en þegar þú nýtir ekki færin þín þá getur það komið fyrir að hitt liðið nýti sín færi og það gerðist í kvöld og þessvegna töpum við í kvöld.“ Magnús taldi að sínir menn hafi ekki mætt af nægilega miklum krafti í kvöld til að takast á við Keflvíkinga en heimamenn róa lífróður í deildinni. „Það er oft þannig að lið sem eru að berjast á botni deildarinnar koma af miklum krafti í leikina og við vorum ekki tilbúnir í þann slag fannst mér.“ Magnús segist ekki geta kennt markverði sínum um fyrra mark Keflvíkinga en aðalmarkvörður liðsins, Fjalar Þorgeirsson, var í banni í kvöld. „Það skiptir ekki máli hver er í markinu og ég ætla ekki einu sinni að reyna að giska á það hvort það hefði skipt einhverju máli í kvöld. Varnarmenn þurfa náttúrulega að vera á tánum í svona aðstæðum og hreinsa boltann út úr teignum.“ Um möguleika Valsmanna á evrópusæti sagði Magnús: „Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu, þetta er náttúrulega pínulítið bakslag við erum búnir að vera á ágætis róli. Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu, það er nóg af leikjum eftir og við verðum bara að rífa okkur upp og halda áfram og sjá hvað gerist.“ Kristján Guðmundsson: Það fækkar skipunum sem leggja úr höfn núna„Við erum mjög ánægðir með leikinn, við spiluðum þann varnarleik og að hluta til þann sóknarleik sem við ætluðum að spila. Við börðumst mjög vel, vorum sterkir í návígjum og mættum Valsmönnum sem var mjög sterkt því að þeir eru með mjög gott lið. Það þýddi því ekkert annað en að allt væri nánast í topplagi, hvort sem það var vörn eða sókn,“ sagði kampakátur Kristján Guðmundsson eftir sigur Keflvíkinga í kvöld. „Ég er ánægðastur með skipulagið og hvernig við útfærðum það og þá sérstaklega án boltans, það var virkilega góður talandi í liðinu þar sem við vorum að stýrar og hjálpa til og lokuðum svæðum þannig að Valsararnir gátu ekki sent í svæðin þar sem þeir eru hættulegastir. Við náðum að stöðva þeirra spil og svo er ég ánægður með hvað við sköpuðum góð færi, skallinn í slána í fyrri hálfleik var kannski mark og vel kláruð færi undir lokin.“ Kristján var spurður hvort uppskriftin að sigrum væri að vera varkár og skora síðan mörkin í restina. „Það er oft þannig, við vorum samt ekkert rosalega aftarlega, við spiluðum venjulega lágpressu en beindum þeim í ákveðin svæði og ákveðnar sendingar og það var flott hjá strákunum sem unnu hver fyrir annan. Sóknarlega þá náðum við ekki akkúrat að gera það sem við vildum en vorum þó að skapa færi, fleiri færi heldur en Valur. Í fyrri hálfleik erum við nálægt því að skora og í seinn hálfleik sýndum við þolinmæði og náðum að skora tvö mörk.“ Um mikilvægi þessa sigurs sagði Kristján: „Það fækkar skipunum sem leggja úr höfn núna og skyndilega er stutt í annan endann á mótinu og auðvitað voru þetta mikilvæg stig.“ Næsti leikur Keflvíkinga er á móti ÍBV út í Eyjum. „Það er alltaf gaman að spila í Eyjum og fara í þetta ferðalag og brjóta upp rútínuna. Ekki bara að keyra brautina til Reykjavíkur og okkur hlakkar til.“ Kristján sagði að auki að liðið hafi haft trú á því allan tímann að þeir væru að fara að vinna leikinn og sagði að þeir hefðu fundið það í hálfleik. „Ég er ánægður með að liðið hélt einbeitningu allan leikinn því Valsararnir eru með góða leikmenn sem geta refsað fyrir einbeitningarleysi.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Keflavík vann gríðarlega mikilvægan sigur á Val í 16. umferð Pepsi-deildar karla í Keflavík í kvöld en með sigrinum komust Keflvíkingar upp úr fallsæti. Mörk Keflavíkinga komu með tveggja mínútna millibili undir lok leiksins. Daníel Gylfason skoraði það fyrra 84. mínútu og Hörður Sveinsson það síðara á 86. mínútu. Daníel Gylfason kom inn á sem varamaður í Keflavíkurliðinu en hann kom inn á völlinn eftir klukkutíma leik. Þetta er annar heimaleikurinn í röð þar sem varamaður kemur Keflvíkingum yfir. Þetta var mjög mikilvægan leikur því Keflvíkingar eru í bullandi botnbaráttu og Valsmenn áttu tækifæri á að setja pressu á þriðja og fjórða sæti deildarinnar og þannig blanda sér í baráttu um evrópusæti. Fyrri hálfleikur bar þess merki að liðin töldu um mikilvægan leik væri að ræða enda mikil barátta um stöður á vellinum sem gerði það að verkum að sóknarleikur liðana var ekki upp á marga fiska og sáust því fá færi. Hættulegasta færi leiksins áttu heimamenn, sem voru meira með boltann, þegar Hörður Sveinsson skallaði boltann í þverslánna á marki Valsmanna og það skoppaði boltinn af marklínunni og út. Liðin gengu því jöfn til búningsherbergja að loknum 45 mínútum. Seinni hálfleikur þróaðist eins og sá fyrri, lítið um færi, mikil barátta á vellinum og hefðu nokkur gul spjöld geta farið á loft en dómari leiksins vildi halda þeim í vasanum þangað til á 79. mínútu þegar Keflvíkingar fengu þrjú spjöld á þremur mínútum. Þar af tvö fyrir kjaftbrúk. Á 84. mínútu dró til tíðinda þegar Hörður Sveinsson fékk boltann á miðjunni og tók á rás að marki, renndi hann síðan boltanum út á kant þar sem Bojan Ljubicic kom aðvífandi, bar boltann inn í teig og skaut að marki en Ásgeir Þór varði boltann út í teig. Þar var Daníel Gylfason, sem kom inn á sem varamaður, mættur og renndi boltanum í autt markið áður en varnarmenn Vals náðu til boltans. 1-0 fyrir heimamenn og lítið eftir af leiknum. Keflvíkingar gerðu síðan út um leikinn tveimur mínútum seinna þegar Arnór Ingvi Traustason gaf góða fyrirgjöf inn á teig gestanna, þar sem hann fann kollinn á Herði Sveinssyni sem skallaði boltann í netið og nokkuð öruggt að Keflvíkingar væru að fara að vinna á heimavelli í annað skiptið í röð. Leikurinn fjaraði síðan út og var mikil ánægja Keflavíkur megin í stúkunni þegar flautað var til leiksloka. Keflvíkingar náðu með sigrinum að lyfta sér af fallsvæðinu, þar sem Víkingur Ólafsvík náði einungis jafntefli fyrr í dag en munurinn er þó aðeins eitt stig og því erfiðir tímar framundan fyrir Keflavík. Valsmenn sitja enn í fimmta sæti deildarinnar og geta misst félögin fyrir ofan sig fjær sér enda eiga þau leiki inni á Valsmenn. Magnús Gylfason: Ég get ekki verið sáttur við þennan leikMagnús Gylfason þjálfari Vals var að vonum ekki sáttur við tap sinna manna í Keflavík í kvöld. „Ég get ekki verið sáttur við þennan leik nei, þá sérstaklega tap minna manna. Mér fannst seinni hálfleikur vera ágætur hjá okkur við vorum byrjaðir að skapa okkur færi og spila smá fótbolta en heilt yfir er ég mjög ósáttur við leik minna manna.“ Magnús hélt áfram að liðið sitt hafi verið slakt í fyrri hálfleik en að færanýting í seinni hálfleik hafi kostað þá stigin. „Við gerðum allt rangt í fyrri hálfleik en byrjuðum að skapa okkur færi í seinni hálfleik en þegar þú nýtir ekki færin þín þá getur það komið fyrir að hitt liðið nýti sín færi og það gerðist í kvöld og þessvegna töpum við í kvöld.“ Magnús taldi að sínir menn hafi ekki mætt af nægilega miklum krafti í kvöld til að takast á við Keflvíkinga en heimamenn róa lífróður í deildinni. „Það er oft þannig að lið sem eru að berjast á botni deildarinnar koma af miklum krafti í leikina og við vorum ekki tilbúnir í þann slag fannst mér.“ Magnús segist ekki geta kennt markverði sínum um fyrra mark Keflvíkinga en aðalmarkvörður liðsins, Fjalar Þorgeirsson, var í banni í kvöld. „Það skiptir ekki máli hver er í markinu og ég ætla ekki einu sinni að reyna að giska á það hvort það hefði skipt einhverju máli í kvöld. Varnarmenn þurfa náttúrulega að vera á tánum í svona aðstæðum og hreinsa boltann út úr teignum.“ Um möguleika Valsmanna á evrópusæti sagði Magnús: „Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu, þetta er náttúrulega pínulítið bakslag við erum búnir að vera á ágætis róli. Við verðum bara að taka einn leik fyrir í einu, það er nóg af leikjum eftir og við verðum bara að rífa okkur upp og halda áfram og sjá hvað gerist.“ Kristján Guðmundsson: Það fækkar skipunum sem leggja úr höfn núna„Við erum mjög ánægðir með leikinn, við spiluðum þann varnarleik og að hluta til þann sóknarleik sem við ætluðum að spila. Við börðumst mjög vel, vorum sterkir í návígjum og mættum Valsmönnum sem var mjög sterkt því að þeir eru með mjög gott lið. Það þýddi því ekkert annað en að allt væri nánast í topplagi, hvort sem það var vörn eða sókn,“ sagði kampakátur Kristján Guðmundsson eftir sigur Keflvíkinga í kvöld. „Ég er ánægðastur með skipulagið og hvernig við útfærðum það og þá sérstaklega án boltans, það var virkilega góður talandi í liðinu þar sem við vorum að stýrar og hjálpa til og lokuðum svæðum þannig að Valsararnir gátu ekki sent í svæðin þar sem þeir eru hættulegastir. Við náðum að stöðva þeirra spil og svo er ég ánægður með hvað við sköpuðum góð færi, skallinn í slána í fyrri hálfleik var kannski mark og vel kláruð færi undir lokin.“ Kristján var spurður hvort uppskriftin að sigrum væri að vera varkár og skora síðan mörkin í restina. „Það er oft þannig, við vorum samt ekkert rosalega aftarlega, við spiluðum venjulega lágpressu en beindum þeim í ákveðin svæði og ákveðnar sendingar og það var flott hjá strákunum sem unnu hver fyrir annan. Sóknarlega þá náðum við ekki akkúrat að gera það sem við vildum en vorum þó að skapa færi, fleiri færi heldur en Valur. Í fyrri hálfleik erum við nálægt því að skora og í seinn hálfleik sýndum við þolinmæði og náðum að skora tvö mörk.“ Um mikilvægi þessa sigurs sagði Kristján: „Það fækkar skipunum sem leggja úr höfn núna og skyndilega er stutt í annan endann á mótinu og auðvitað voru þetta mikilvæg stig.“ Næsti leikur Keflvíkinga er á móti ÍBV út í Eyjum. „Það er alltaf gaman að spila í Eyjum og fara í þetta ferðalag og brjóta upp rútínuna. Ekki bara að keyra brautina til Reykjavíkur og okkur hlakkar til.“ Kristján sagði að auki að liðið hafi haft trú á því allan tímann að þeir væru að fara að vinna leikinn og sagði að þeir hefðu fundið það í hálfleik. „Ég er ánægður með að liðið hélt einbeitningu allan leikinn því Valsararnir eru með góða leikmenn sem geta refsað fyrir einbeitningarleysi.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn