Innlent

Fjörutíu þúsund íbúar í Kópavogi 2024

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Meðal annars verður litið til Kársness við þéttingu byggðar í Kópavogi.
Meðal annars verður litið til Kársness við þéttingu byggðar í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti einróma á þriðjudagskvöld nýtt aðalskipulag fram til ársins 2024. Í skipulaginu er lögð áhersla á þéttingu byggðar.

„Áætlað er að íbúafjöldi bæjarins verði kominn yfir 40 þúsund árið 2024. Miðað er við að fullgerðar verði um 300 íbúðir á ári þangað til,“ segir í frétt frá Kópavogsbæ. Tæplega 32 þúsund manns búa í Kópavogi í dag.

Segir í frétt bæjarins að leitað hafi verið víðtæks samráðs við íbúa bæjarins við endurskoðun aðalskipulagsins. Fundirr hafi verið í öllum hverfum og að leitast hafi verið við að virkja íbúana með því opna vefgátt. „Alls 31 athugasemd barst við sjálfa tillöguna á kynningartíma nú á haustdögum og var á lokametrunum unnið úr þeim,“ segir í fréttinni.

Í nýja skipulaginu eru skilgreind nokkur þróunarsvæði í Smáranum, að meðtöldum Glaðheimum, Auðbrekku og á Kársnesi. Þessi svæði á að skoða nánar síðar. Einnig er gert ráð fyrir nýrri byggð í Vatnsendahlíð.

Þá á að vinna nánar að skipulagi í fimm hverfum bæjarins; Kársnesi, Digranesi, Smáranum, Fífuhvammi og á Vatnsenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×