Innlent

Rændu símunum af tveimur fimmtán ára drengjum

Gissur Sigurðsson skrifar
Drengina sakaði ekki en ofbeldismennirnir höfðu af þeim farsímana.
Drengina sakaði ekki en ofbeldismennirnir höfðu af þeim farsímana.
Tvö ofbeldisrán voru framin á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Fyrst réðust ungir menn að tveimur 15 ára piltum  í skólahúsnæði í austurborginni klukkan hálf tíu í gærkvöldi, ógnuðu þeim með eggvopni og rændu þá farsímum og fleiri verðmætum, en piltana sakaði ekki. Ræningjarnir eru ófundnir.

Þá kom starfsmaður hótels í miððborginni að manni, sem hafði laumast inn í veitingasalinn, en þar er líka bar. Óboðni gesturinn ógnaði honum með eggvopni og hafði á brott með sér skiptimynt og áfengi. Starfsmaðurinn reyndi ekki að yfirbuga ræningjann og sakaði ekki. Ræninginn er ófundinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×