Innlent

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gætu myndað meirihluta í Kópavogi

Gissur Sigurðsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn héldu meirihluta í Kópavogi, ef kosið yrði núna, þótt Y-listinn, samstarfslokkur þeirra í dag, tapi sínum manni. Þetta kemur fram í skoðanakönnun, sem Morgunblaðið lét gera. Fylgi við Sjálfstæðisflokkinn eykst verulega frá kosningunum og myndi hann bæta við sig manni, Framsóknarflokkurinn héldi sínum manni, en Y- listinn tapar fylgi og bæjarfulltrúa sínum yfir til Sjálfstæðisflokksins.

Skipt var um meirihluta í bæjarstjórn Kópavogs í ársbyrjun 2012, en fyrrverandi meirihlutaflokkar koma ekki vel út úr könnuninni. Samfylkingin myndi til að mynda tapa um helmingi atkvæða sinna frá kosningum og missa einn mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×