Íslendingar þola ekki yfirvald og kúgun Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 00:01 Sigmundur Davíð var þjóðlegur í hátíðarræðu sinni. Evrópusambandið þarf að sanna sig gagnvart Íslandi og „sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru“. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu á Austurvelli í gærmorgun. Sigmundur vék einnig að makríldeilunni og sagði að enn ætti eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið sýni Íslendingum aukna sanngirni í deilum um fiskveiðar í okkar lögsögu. „Það að beita smáþjóð ólögmætum refsiaðgerðum fyrir að veiða fisk samkvæmt vísindalegum viðmiðum í eigin lögsögu á sama tíma og stærri þjóðir veiða úr sama stofni óáreittar myndi varla boða gott um sameiginlega fiskveiðistefnu,“ sagði Sigmundur. Ræða Sigmundar var á þjóðlegum nótum, eins og mátti vænta á þjóðhátíðardaginn. Hann sagði að Ísland væri ekki stéttskipt og vitnaði í bók Sigurðar Nordal, Íslenzka menningu: „Í gamalli frakkneskri heimild er sagt, að einu sinni hafi sendimaður verið gerður á fund víkinga, er lágu við land þar syðra með mikinn flota. Hann spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.““ Sigmundur sagði að afkomendur þessara víkinga hefðu löngum verið sjálfstæðir í hugsun „og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun“. Þetta hafi sýnt sig í Icesave-deilunni. „Íslendingar tóku afdráttarlaust þá afstöðu, að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings og létu ekki ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu,“ sagði hann og gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að taka þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar byrðar í andstöðu við lög. Þá sagði hann að Íslendingar vildu taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi. „Við munum hins vegar ekki láta alþjóðastofnun segja okkur að ekki sé hægt að gera meira fyrir íslensk heimili um leið og minnt er á mikilvægi þess að ljúka uppgjöri efnahagshrunsins,“ bætti hann við, með augljósri vísan til yfirlýsinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarLítið sjálfstraust og léleg sjálfsmynd „Það er tvennt sem stingur mig fyrst og fremst – annars vegar þessi hugmynd um stéttlaust samfélag, að við séum bara öll jöfn, sem ég er ósammála og tel að lýsi miklu skilningsleysi á jafnt sögu þjóðarinnar og veruleika hennar í dag,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um ávarp forsætisráðherra. Hann bendir á að þriðjungur þjóðarinnar hafi verið ánauðugur í vistarbandi og misskipting hafi verið fylgifiskur okkar alla tíð. „Það hefur hins vegar verið gæfa okkar að draga verulega úr henni á seinni hluta 20. aldarinnar. Það er langt í frá að jöfnuður sé almennur og sjálfsagður hlutur. Hann er þvert á móti afleiðing af tilteknum stjórnarháttum sem þessi ríkisstjórn er akkúrat núna í þessum töluðu orðum að snúa bakinu við, með því að lækka skatta og álögur á þá sem best eru færir um að bera þær.“ Hins vegar nefnir Árni Páll viðhorfið til alþjóðasamfélagsins og -umhverfisins. „Ég er alveg sammála því að kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu voru ósanngjarnar en það er rangt að nota það sem allsherjarrökstuðning fyrir því að hnýta í útlendinga. Velsæld Íslands byggir á því að það gangi vel hjá nágrönnum okkar og það er enginn bragur á því að ríkisstjórn Íslands sé með svo lítið sjálfstraust og lélega sjálfsmynd að hún þurfi á því að halda að hnýta í okkar nánustu nágrannaríki á þjóðhátíðardaginn.“ Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Evrópusambandið þarf að sanna sig gagnvart Íslandi og „sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru“. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi sínu á Austurvelli í gærmorgun. Sigmundur vék einnig að makríldeilunni og sagði að enn ætti eftir að koma í ljós hvort Evrópusambandið sýni Íslendingum aukna sanngirni í deilum um fiskveiðar í okkar lögsögu. „Það að beita smáþjóð ólögmætum refsiaðgerðum fyrir að veiða fisk samkvæmt vísindalegum viðmiðum í eigin lögsögu á sama tíma og stærri þjóðir veiða úr sama stofni óáreittar myndi varla boða gott um sameiginlega fiskveiðistefnu,“ sagði Sigmundur. Ræða Sigmundar var á þjóðlegum nótum, eins og mátti vænta á þjóðhátíðardaginn. Hann sagði að Ísland væri ekki stéttskipt og vitnaði í bók Sigurðar Nordal, Íslenzka menningu: „Í gamalli frakkneskri heimild er sagt, að einu sinni hafi sendimaður verið gerður á fund víkinga, er lágu við land þar syðra með mikinn flota. Hann spurði um höfðingja liðsins. Honum var svarað: „Vér erum allir jafnir.““ Sigmundur sagði að afkomendur þessara víkinga hefðu löngum verið sjálfstæðir í hugsun „og þolað illa yfirvald, hvað þá kúgun“. Þetta hafi sýnt sig í Icesave-deilunni. „Íslendingar tóku afdráttarlaust þá afstöðu, að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings og létu ekki ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu,“ sagði hann og gagnrýndi Evrópusambandið fyrir að taka þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar byrðar í andstöðu við lög. Þá sagði hann að Íslendingar vildu taka virkan þátt í alþjóðasamstarfi. „Við munum hins vegar ekki láta alþjóðastofnun segja okkur að ekki sé hægt að gera meira fyrir íslensk heimili um leið og minnt er á mikilvægi þess að ljúka uppgjöri efnahagshrunsins,“ bætti hann við, með augljósri vísan til yfirlýsinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarLítið sjálfstraust og léleg sjálfsmynd „Það er tvennt sem stingur mig fyrst og fremst – annars vegar þessi hugmynd um stéttlaust samfélag, að við séum bara öll jöfn, sem ég er ósammála og tel að lýsi miklu skilningsleysi á jafnt sögu þjóðarinnar og veruleika hennar í dag,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um ávarp forsætisráðherra. Hann bendir á að þriðjungur þjóðarinnar hafi verið ánauðugur í vistarbandi og misskipting hafi verið fylgifiskur okkar alla tíð. „Það hefur hins vegar verið gæfa okkar að draga verulega úr henni á seinni hluta 20. aldarinnar. Það er langt í frá að jöfnuður sé almennur og sjálfsagður hlutur. Hann er þvert á móti afleiðing af tilteknum stjórnarháttum sem þessi ríkisstjórn er akkúrat núna í þessum töluðu orðum að snúa bakinu við, með því að lækka skatta og álögur á þá sem best eru færir um að bera þær.“ Hins vegar nefnir Árni Páll viðhorfið til alþjóðasamfélagsins og -umhverfisins. „Ég er alveg sammála því að kröfur Breta og Hollendinga í Icesave-málinu voru ósanngjarnar en það er rangt að nota það sem allsherjarrökstuðning fyrir því að hnýta í útlendinga. Velsæld Íslands byggir á því að það gangi vel hjá nágrönnum okkar og það er enginn bragur á því að ríkisstjórn Íslands sé með svo lítið sjálfstraust og lélega sjálfsmynd að hún þurfi á því að halda að hnýta í okkar nánustu nágrannaríki á þjóðhátíðardaginn.“
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira