"Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2013 14:37 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, voru málshefjendur í sérstakri umræðu um ríkisfjármál.„Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis“ Steingrímur sagði að fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar bentu ekki til þess að hún ætlaði að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. „Hvað er í vændum og hversu stórt verður þetta (fjárlaga)gat á árinu 2014? Ætlar ríkisstjórnin að halda við markmið um hallalaus fjárlög með afgangi á árinu 2014? Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis," sagði Steingrímur. Katrín sagði að allt benti til þess að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að ganga í það verk að greiða niður skuldir ríkisins. „Þetta þykir mér metnaðarleysi. Ekki síst þegar menn eru að draga hér fram liði sem ástæður fyrir því, sem eru liðir sem ríkisstjórnir á hverjum einasta tíma þurfa að vinna að til að halda innan ramma fjárlaga. (...) Ég vorkenni þessari ríkisstjórn ekkert að þurfa að kljást við það verkefni. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma." Katrín sagði að álag og ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hefði farið lækkandi vegna ábyrgrar stefnu síðustu ríkisstjórnar í ríkisfsjármálum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var til andsvara. Ráðherrann vék að sérstökum blaðamannafundi sem hann og forsætisráðherra efndu til um stöðu ríkisfjármála. Ráðherrarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa lagt fram upplýsingar um stöðu ríkisfjármála sem allar lágu fyrir, en kynnt þær sem nýjar. Bjarni vísaði þessu á bug. Rétt hafi verið að segja nákvæmlega hvernig staðan var.Fjárlög hafa ekki staðist „Við töldum heiðarlegt að gera það. Og við höfum tiltekið þá þætti sem við teljum að sýni veikleika í ríkisfjármálum. (...) Þegar saman er tekið verður ekki komist hjá því að viðurkenna þá veikleika sem við blasa," sagði Bjarni. Hann sagði það rétt að síðasta ríkisstjórn hafi tekið við erfiðu búi. Hins vegar sagði Bjarni að hún hefði ekki staðið við fjárlög síðustu árin. „Þau stóðust ekki fyrir árið 2009, ekki árið 2010, ekki árið 2011 og ekki árið 2012. (...) Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna uppsafnað," sagði Bjarni. Hann sagði að ítrekað hefðu menn verið að hreykja sér með tölum sem aðeins væru til á pappírnum. Fjárlög hefðu í raun aldrei staðist á síðasta kjörtímabili. Bjarni hrósaði síðustu ríkisstjórn hins vegar fyrir það sem vel var gert. „Það aðhald sem hefur verið stundað hefur skilað þónokkuð miklum árangri. Ég hef deilt á hvernig það aðhald var framkvæmt. En heilt yfir hefur tekist ágætlega að halda útgjaldahliðinni í skefjum. Á tekjuhliðinni vantar (hins vegar) mikið upp á,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef hagvaxtarspár hefðu gengið eftir þá væri ekkert fjárlagagat til umræðu. Vandinn væri fyrst og fremst tekjumegin. Þess vegna legði ríkisstjórnin svo mikla höfuðáherslu á að senda rétt skilaboð út í þjóðfélagið og ná fjárfestingunni í gang. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gagnrýndi síðustu ríkisstjórn á Alþingi í dag fyrir að hreykja sér af tölum sem aðeins væru til á pappír því sl. fjögur ár hefðu fjárlög aldrei staðist. Hann sagði að upp safnað væri fjárlagahallinn um 400 milljarðar króna. Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi fjármálaráðherra, voru málshefjendur í sérstakri umræðu um ríkisfjármál.„Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis“ Steingrímur sagði að fyrstu aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar bentu ekki til þess að hún ætlaði að sýna ábyrgð í ríkisfjármálum. „Hvað er í vændum og hversu stórt verður þetta (fjárlaga)gat á árinu 2014? Ætlar ríkisstjórnin að halda við markmið um hallalaus fjárlög með afgangi á árinu 2014? Ég vona að fjármálaráðherra gerist maður raunsæis," sagði Steingrímur. Katrín sagði að allt benti til þess að ný ríkisstjórn ætlaði ekki að ganga í það verk að greiða niður skuldir ríkisins. „Þetta þykir mér metnaðarleysi. Ekki síst þegar menn eru að draga hér fram liði sem ástæður fyrir því, sem eru liðir sem ríkisstjórnir á hverjum einasta tíma þurfa að vinna að til að halda innan ramma fjárlaga. (...) Ég vorkenni þessari ríkisstjórn ekkert að þurfa að kljást við það verkefni. Það er verkefni ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma." Katrín sagði að álag og ávöxtunarkrafa á ríkisskuldabréf hefði farið lækkandi vegna ábyrgrar stefnu síðustu ríkisstjórnar í ríkisfsjármálum. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var til andsvara. Ráðherrann vék að sérstökum blaðamannafundi sem hann og forsætisráðherra efndu til um stöðu ríkisfjármála. Ráðherrarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að hafa lagt fram upplýsingar um stöðu ríkisfjármála sem allar lágu fyrir, en kynnt þær sem nýjar. Bjarni vísaði þessu á bug. Rétt hafi verið að segja nákvæmlega hvernig staðan var.Fjárlög hafa ekki staðist „Við töldum heiðarlegt að gera það. Og við höfum tiltekið þá þætti sem við teljum að sýni veikleika í ríkisfjármálum. (...) Þegar saman er tekið verður ekki komist hjá því að viðurkenna þá veikleika sem við blasa," sagði Bjarni. Hann sagði það rétt að síðasta ríkisstjórn hafi tekið við erfiðu búi. Hins vegar sagði Bjarni að hún hefði ekki staðið við fjárlög síðustu árin. „Þau stóðust ekki fyrir árið 2009, ekki árið 2010, ekki árið 2011 og ekki árið 2012. (...) Samtals er hallinn á ríkissjóði upp undir 400 milljarðar króna uppsafnað," sagði Bjarni. Hann sagði að ítrekað hefðu menn verið að hreykja sér með tölum sem aðeins væru til á pappírnum. Fjárlög hefðu í raun aldrei staðist á síðasta kjörtímabili. Bjarni hrósaði síðustu ríkisstjórn hins vegar fyrir það sem vel var gert. „Það aðhald sem hefur verið stundað hefur skilað þónokkuð miklum árangri. Ég hef deilt á hvernig það aðhald var framkvæmt. En heilt yfir hefur tekist ágætlega að halda útgjaldahliðinni í skefjum. Á tekjuhliðinni vantar (hins vegar) mikið upp á,“ sagði Bjarni. Hann sagði að ef hagvaxtarspár hefðu gengið eftir þá væri ekkert fjárlagagat til umræðu. Vandinn væri fyrst og fremst tekjumegin. Þess vegna legði ríkisstjórnin svo mikla höfuðáherslu á að senda rétt skilaboð út í þjóðfélagið og ná fjárfestingunni í gang.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira