Skytturnar vopnaðar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Santi Cazorla og Aaron Ramsey fagna hér marki Ramseys í sigrinum á Liverpool. MYnd/AP „Þetta var mikilvægur sigur því annars hefði fólk farið að tala um að Arsenal gæti ekki unnið mikilvæga leiki á heimvelli,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir sannfærandi 2-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arsenal er komið með fimm stiga forskot á toppnum og hefur allt til alls til að enda níu ára bið eftir titli og tíu ára bið eftir þeim stóra.Margir stórir hafa farið Knattspyrnuspekingar hafa verið duglegir að gagnrýna Wenger síðustu ár og það hefur ekki hjálpað „framleiðsluferlinu“ að hann hefur misst hvern knattspyrnusnillinginn á fætur öðrum í burtu. Ashley Cole, Cesc Fàbregas, Samir Nasri og Robin Van Persie hafa allir leitað yfir lækinn og yfirgefið Wenger. Gagnrýnin hefur á móti oft snúist um að það vantar stjörnuleikmenn í liðið, leikmenn sem gera út um stóru leikina. Það vantar Vieira- og Petit-týpur á miðjuna, Robert Pires- og Freddie Ljungberg-týpur á kantana, einn Dennis Bergkamp til að sprengja upp leikinn og einn eins og Thierry Henry til að skora mörkin. Arsenal vann þrjá meistaratitla á fyrstu sjö heilu tímabilum Wengers í starfi en hefur ekki unnið titilinn síðan félagið flutti á Emirates. Hvað hefur breyst á einu ári þegar meirihluti stuðningsmanna félagsins vildi losna við knattspyrnustjórann sem hafði endurskapað leikstíl og ímynd félagsins? Það var ekki nóg að spila fallegasta fótboltann og vera með best rekna félagið, því titlaskorturinn var að gera út af við sjálfsmynd Arsenal-stuðningsmannsins. Ekki batnaði ástandið þegar Arsene leyfði sumrinu að líða án þess að styrkja liðið og Arsenal tapaði síðan 1-3 í fyrsta leik á heimavelli og það á móti minni spámönnum í Aston Villa.Kaupin á Özil breyttu öllu Wenger lét loks undan „kaup“-pressunni og henti 42,5 milljónum punda í Þjóðverjann Mesut Özil. Allt breyttist á augabragði enda fengu Arsenal-menn allt í einu að upplifa það sem var daglegt brauð hjá erkifjendunum. Þeir fengu heimsklassaleikmann inn í liðið og gátu ekki hamið spenninginn. Vinnuumhverfi Wengers tók stakkaskiptum um leið og Özil gekk inn um dyrnar. Það er enn fremur ekki hægt að sjá annað en Wenger sé búinn að finna menn í hlutverk þeirra ósigrandi frá 2004. Mikel Arteta hefur blómstrað með fyrirliðabandið, Aaron Ramsey er í forystu í keppninni um titilinn leikmann ársins enda hefur hann stökkbreyst í hinn fullkomna miðjumann. Mesut Özil og Santi Cazorla rugla varnarmenn mótherjanna í ríminu við hvert tækifæri og frammi er Olivier Giroud sem tók sinn tíma til að aðlagast liðinu alveg eins og Thierry Henry gerði á sínum tíma. Olivier Giroud hefur sýnt styrk sinn á þessu tímabili og stærsta áhyggjuefnið er kannski framherjaleysið á bekknum. Því gæti Wenger nú bætt úr í janúarglugganum fyrst hann er farinn að taka upp budduna. Arsenal-liðið saknaði ekki einu sinni vonarstjarna sinna Jacks Wilshere og Theos Walcott í leiknum gegn Liverpool, en það eru báðir leikmenn með bullandi hæfileika. Það er hins vegar erfitt að treysta á menn sem meiðast eins reglulega og þeir tveir. Þá eru flestir hættir að sakna fyrirliðans Thomas Vermaelen enda hefur varnarlínan verið traust á þessu tímabili. Per Mertesacker og Laurent Koscielny sinna sínum skyldum og láta aðra í liðinu um að taka áhættu. Wojciech Szczesny hefur fyrir löngu eytt öllum áhyggjuröddum um markmannsstöðuna og yfirferð bakvarðanna Bacary Sagna og Kieran Gibbs er engu lík.Spiluðu eins og meistarar Arsenal-liðið spilaði eins og verðandi meistarar í sigrinum á Liverpool á laugardagskvöldið. Það má samt ekki líta fram hjá því að stjóraskipti hinna liðanna á topp fjögur hefur vissulega gefið Wenger smá forskot í upphafi leiktíðar. Manchester United, City og Chelsea munu þó ekki, þrátt fyrir fimm stiga forskot, afhenda Arsenal langþráðan titil alveg strax. Fleiri próf eru á döfinni og það fyrsta af mörgum er á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
„Þetta var mikilvægur sigur því annars hefði fólk farið að tala um að Arsenal gæti ekki unnið mikilvæga leiki á heimvelli,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir sannfærandi 2-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arsenal er komið með fimm stiga forskot á toppnum og hefur allt til alls til að enda níu ára bið eftir titli og tíu ára bið eftir þeim stóra.Margir stórir hafa farið Knattspyrnuspekingar hafa verið duglegir að gagnrýna Wenger síðustu ár og það hefur ekki hjálpað „framleiðsluferlinu“ að hann hefur misst hvern knattspyrnusnillinginn á fætur öðrum í burtu. Ashley Cole, Cesc Fàbregas, Samir Nasri og Robin Van Persie hafa allir leitað yfir lækinn og yfirgefið Wenger. Gagnrýnin hefur á móti oft snúist um að það vantar stjörnuleikmenn í liðið, leikmenn sem gera út um stóru leikina. Það vantar Vieira- og Petit-týpur á miðjuna, Robert Pires- og Freddie Ljungberg-týpur á kantana, einn Dennis Bergkamp til að sprengja upp leikinn og einn eins og Thierry Henry til að skora mörkin. Arsenal vann þrjá meistaratitla á fyrstu sjö heilu tímabilum Wengers í starfi en hefur ekki unnið titilinn síðan félagið flutti á Emirates. Hvað hefur breyst á einu ári þegar meirihluti stuðningsmanna félagsins vildi losna við knattspyrnustjórann sem hafði endurskapað leikstíl og ímynd félagsins? Það var ekki nóg að spila fallegasta fótboltann og vera með best rekna félagið, því titlaskorturinn var að gera út af við sjálfsmynd Arsenal-stuðningsmannsins. Ekki batnaði ástandið þegar Arsene leyfði sumrinu að líða án þess að styrkja liðið og Arsenal tapaði síðan 1-3 í fyrsta leik á heimavelli og það á móti minni spámönnum í Aston Villa.Kaupin á Özil breyttu öllu Wenger lét loks undan „kaup“-pressunni og henti 42,5 milljónum punda í Þjóðverjann Mesut Özil. Allt breyttist á augabragði enda fengu Arsenal-menn allt í einu að upplifa það sem var daglegt brauð hjá erkifjendunum. Þeir fengu heimsklassaleikmann inn í liðið og gátu ekki hamið spenninginn. Vinnuumhverfi Wengers tók stakkaskiptum um leið og Özil gekk inn um dyrnar. Það er enn fremur ekki hægt að sjá annað en Wenger sé búinn að finna menn í hlutverk þeirra ósigrandi frá 2004. Mikel Arteta hefur blómstrað með fyrirliðabandið, Aaron Ramsey er í forystu í keppninni um titilinn leikmann ársins enda hefur hann stökkbreyst í hinn fullkomna miðjumann. Mesut Özil og Santi Cazorla rugla varnarmenn mótherjanna í ríminu við hvert tækifæri og frammi er Olivier Giroud sem tók sinn tíma til að aðlagast liðinu alveg eins og Thierry Henry gerði á sínum tíma. Olivier Giroud hefur sýnt styrk sinn á þessu tímabili og stærsta áhyggjuefnið er kannski framherjaleysið á bekknum. Því gæti Wenger nú bætt úr í janúarglugganum fyrst hann er farinn að taka upp budduna. Arsenal-liðið saknaði ekki einu sinni vonarstjarna sinna Jacks Wilshere og Theos Walcott í leiknum gegn Liverpool, en það eru báðir leikmenn með bullandi hæfileika. Það er hins vegar erfitt að treysta á menn sem meiðast eins reglulega og þeir tveir. Þá eru flestir hættir að sakna fyrirliðans Thomas Vermaelen enda hefur varnarlínan verið traust á þessu tímabili. Per Mertesacker og Laurent Koscielny sinna sínum skyldum og láta aðra í liðinu um að taka áhættu. Wojciech Szczesny hefur fyrir löngu eytt öllum áhyggjuröddum um markmannsstöðuna og yfirferð bakvarðanna Bacary Sagna og Kieran Gibbs er engu lík.Spiluðu eins og meistarar Arsenal-liðið spilaði eins og verðandi meistarar í sigrinum á Liverpool á laugardagskvöldið. Það má samt ekki líta fram hjá því að stjóraskipti hinna liðanna á topp fjögur hefur vissulega gefið Wenger smá forskot í upphafi leiktíðar. Manchester United, City og Chelsea munu þó ekki, þrátt fyrir fimm stiga forskot, afhenda Arsenal langþráðan titil alveg strax. Fleiri próf eru á döfinni og það fyrsta af mörgum er á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira