Skytturnar vopnaðar í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2013 07:00 Santi Cazorla og Aaron Ramsey fagna hér marki Ramseys í sigrinum á Liverpool. MYnd/AP „Þetta var mikilvægur sigur því annars hefði fólk farið að tala um að Arsenal gæti ekki unnið mikilvæga leiki á heimvelli,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir sannfærandi 2-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arsenal er komið með fimm stiga forskot á toppnum og hefur allt til alls til að enda níu ára bið eftir titli og tíu ára bið eftir þeim stóra.Margir stórir hafa farið Knattspyrnuspekingar hafa verið duglegir að gagnrýna Wenger síðustu ár og það hefur ekki hjálpað „framleiðsluferlinu“ að hann hefur misst hvern knattspyrnusnillinginn á fætur öðrum í burtu. Ashley Cole, Cesc Fàbregas, Samir Nasri og Robin Van Persie hafa allir leitað yfir lækinn og yfirgefið Wenger. Gagnrýnin hefur á móti oft snúist um að það vantar stjörnuleikmenn í liðið, leikmenn sem gera út um stóru leikina. Það vantar Vieira- og Petit-týpur á miðjuna, Robert Pires- og Freddie Ljungberg-týpur á kantana, einn Dennis Bergkamp til að sprengja upp leikinn og einn eins og Thierry Henry til að skora mörkin. Arsenal vann þrjá meistaratitla á fyrstu sjö heilu tímabilum Wengers í starfi en hefur ekki unnið titilinn síðan félagið flutti á Emirates. Hvað hefur breyst á einu ári þegar meirihluti stuðningsmanna félagsins vildi losna við knattspyrnustjórann sem hafði endurskapað leikstíl og ímynd félagsins? Það var ekki nóg að spila fallegasta fótboltann og vera með best rekna félagið, því titlaskorturinn var að gera út af við sjálfsmynd Arsenal-stuðningsmannsins. Ekki batnaði ástandið þegar Arsene leyfði sumrinu að líða án þess að styrkja liðið og Arsenal tapaði síðan 1-3 í fyrsta leik á heimavelli og það á móti minni spámönnum í Aston Villa.Kaupin á Özil breyttu öllu Wenger lét loks undan „kaup“-pressunni og henti 42,5 milljónum punda í Þjóðverjann Mesut Özil. Allt breyttist á augabragði enda fengu Arsenal-menn allt í einu að upplifa það sem var daglegt brauð hjá erkifjendunum. Þeir fengu heimsklassaleikmann inn í liðið og gátu ekki hamið spenninginn. Vinnuumhverfi Wengers tók stakkaskiptum um leið og Özil gekk inn um dyrnar. Það er enn fremur ekki hægt að sjá annað en Wenger sé búinn að finna menn í hlutverk þeirra ósigrandi frá 2004. Mikel Arteta hefur blómstrað með fyrirliðabandið, Aaron Ramsey er í forystu í keppninni um titilinn leikmann ársins enda hefur hann stökkbreyst í hinn fullkomna miðjumann. Mesut Özil og Santi Cazorla rugla varnarmenn mótherjanna í ríminu við hvert tækifæri og frammi er Olivier Giroud sem tók sinn tíma til að aðlagast liðinu alveg eins og Thierry Henry gerði á sínum tíma. Olivier Giroud hefur sýnt styrk sinn á þessu tímabili og stærsta áhyggjuefnið er kannski framherjaleysið á bekknum. Því gæti Wenger nú bætt úr í janúarglugganum fyrst hann er farinn að taka upp budduna. Arsenal-liðið saknaði ekki einu sinni vonarstjarna sinna Jacks Wilshere og Theos Walcott í leiknum gegn Liverpool, en það eru báðir leikmenn með bullandi hæfileika. Það er hins vegar erfitt að treysta á menn sem meiðast eins reglulega og þeir tveir. Þá eru flestir hættir að sakna fyrirliðans Thomas Vermaelen enda hefur varnarlínan verið traust á þessu tímabili. Per Mertesacker og Laurent Koscielny sinna sínum skyldum og láta aðra í liðinu um að taka áhættu. Wojciech Szczesny hefur fyrir löngu eytt öllum áhyggjuröddum um markmannsstöðuna og yfirferð bakvarðanna Bacary Sagna og Kieran Gibbs er engu lík.Spiluðu eins og meistarar Arsenal-liðið spilaði eins og verðandi meistarar í sigrinum á Liverpool á laugardagskvöldið. Það má samt ekki líta fram hjá því að stjóraskipti hinna liðanna á topp fjögur hefur vissulega gefið Wenger smá forskot í upphafi leiktíðar. Manchester United, City og Chelsea munu þó ekki, þrátt fyrir fimm stiga forskot, afhenda Arsenal langþráðan titil alveg strax. Fleiri próf eru á döfinni og það fyrsta af mörgum er á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford um næstu helgi. Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira
„Þetta var mikilvægur sigur því annars hefði fólk farið að tala um að Arsenal gæti ekki unnið mikilvæga leiki á heimvelli,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, eftir sannfærandi 2-0 sigur á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Arsenal er komið með fimm stiga forskot á toppnum og hefur allt til alls til að enda níu ára bið eftir titli og tíu ára bið eftir þeim stóra.Margir stórir hafa farið Knattspyrnuspekingar hafa verið duglegir að gagnrýna Wenger síðustu ár og það hefur ekki hjálpað „framleiðsluferlinu“ að hann hefur misst hvern knattspyrnusnillinginn á fætur öðrum í burtu. Ashley Cole, Cesc Fàbregas, Samir Nasri og Robin Van Persie hafa allir leitað yfir lækinn og yfirgefið Wenger. Gagnrýnin hefur á móti oft snúist um að það vantar stjörnuleikmenn í liðið, leikmenn sem gera út um stóru leikina. Það vantar Vieira- og Petit-týpur á miðjuna, Robert Pires- og Freddie Ljungberg-týpur á kantana, einn Dennis Bergkamp til að sprengja upp leikinn og einn eins og Thierry Henry til að skora mörkin. Arsenal vann þrjá meistaratitla á fyrstu sjö heilu tímabilum Wengers í starfi en hefur ekki unnið titilinn síðan félagið flutti á Emirates. Hvað hefur breyst á einu ári þegar meirihluti stuðningsmanna félagsins vildi losna við knattspyrnustjórann sem hafði endurskapað leikstíl og ímynd félagsins? Það var ekki nóg að spila fallegasta fótboltann og vera með best rekna félagið, því titlaskorturinn var að gera út af við sjálfsmynd Arsenal-stuðningsmannsins. Ekki batnaði ástandið þegar Arsene leyfði sumrinu að líða án þess að styrkja liðið og Arsenal tapaði síðan 1-3 í fyrsta leik á heimavelli og það á móti minni spámönnum í Aston Villa.Kaupin á Özil breyttu öllu Wenger lét loks undan „kaup“-pressunni og henti 42,5 milljónum punda í Þjóðverjann Mesut Özil. Allt breyttist á augabragði enda fengu Arsenal-menn allt í einu að upplifa það sem var daglegt brauð hjá erkifjendunum. Þeir fengu heimsklassaleikmann inn í liðið og gátu ekki hamið spenninginn. Vinnuumhverfi Wengers tók stakkaskiptum um leið og Özil gekk inn um dyrnar. Það er enn fremur ekki hægt að sjá annað en Wenger sé búinn að finna menn í hlutverk þeirra ósigrandi frá 2004. Mikel Arteta hefur blómstrað með fyrirliðabandið, Aaron Ramsey er í forystu í keppninni um titilinn leikmann ársins enda hefur hann stökkbreyst í hinn fullkomna miðjumann. Mesut Özil og Santi Cazorla rugla varnarmenn mótherjanna í ríminu við hvert tækifæri og frammi er Olivier Giroud sem tók sinn tíma til að aðlagast liðinu alveg eins og Thierry Henry gerði á sínum tíma. Olivier Giroud hefur sýnt styrk sinn á þessu tímabili og stærsta áhyggjuefnið er kannski framherjaleysið á bekknum. Því gæti Wenger nú bætt úr í janúarglugganum fyrst hann er farinn að taka upp budduna. Arsenal-liðið saknaði ekki einu sinni vonarstjarna sinna Jacks Wilshere og Theos Walcott í leiknum gegn Liverpool, en það eru báðir leikmenn með bullandi hæfileika. Það er hins vegar erfitt að treysta á menn sem meiðast eins reglulega og þeir tveir. Þá eru flestir hættir að sakna fyrirliðans Thomas Vermaelen enda hefur varnarlínan verið traust á þessu tímabili. Per Mertesacker og Laurent Koscielny sinna sínum skyldum og láta aðra í liðinu um að taka áhættu. Wojciech Szczesny hefur fyrir löngu eytt öllum áhyggjuröddum um markmannsstöðuna og yfirferð bakvarðanna Bacary Sagna og Kieran Gibbs er engu lík.Spiluðu eins og meistarar Arsenal-liðið spilaði eins og verðandi meistarar í sigrinum á Liverpool á laugardagskvöldið. Það má samt ekki líta fram hjá því að stjóraskipti hinna liðanna á topp fjögur hefur vissulega gefið Wenger smá forskot í upphafi leiktíðar. Manchester United, City og Chelsea munu þó ekki, þrátt fyrir fimm stiga forskot, afhenda Arsenal langþráðan titil alveg strax. Fleiri próf eru á döfinni og það fyrsta af mörgum er á móti Englandsmeisturum Manchester United á Old Trafford um næstu helgi.
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Sjá meira