Leikmenn bjóða hættunni heim með hrindingum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2013 09:00 Rúnar Kristinsson segir leikmenn KR aðeins einbeita sér að því að vinna leiki. fréttablaðið/valli Mikið hefur verið rætt um brottvísun Eyjamannsins Aarons Spear í bikarleik gegn KR á sunnudaginn. Þá ýtti Spear við Gunnari Þór Gunnarssyni, leikmanni KR, sem féll til jarðar með tilþrifum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur með dýfu Gunnars Þórs en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sér hlutina í öðru ljósi. „Þú getur metið það hvort leikmaðurinn leiki sér að því að detta eða hrindingin sé þess eðlis að menn geti ekki staðið í lappirnar,“ segir Rúnar. Hann segir leikmenn ekki eiga að bjóða upp á þetta. „Þeir eru að bjóða upp á vandamál og þeir setja dómarann í þessa stöðu. Dómararnir þekkja reglurnar og valdið er þeirra,“ segir Rúnar. Hann minnir á að formaður dómaranefndar KSÍ hafi tekið af allan vafa um hvernig dómarar skuli bregðast við í atvikum sem þessum. „Ég hélt að menn hefðu kannski hlustað á það og áttað sig á því að það mætti ekki ýta eða leggja hendur á aðra menn. Þú býður hættunni heim með því að láta svona.“ Hannes Þór Halldórsson ýtti við Ragnari Péturssyni seint í leiknum. Ragnar stóð hrindinguna af sér en ólíkt Spear fékk Hannes aðeins gult spjald. Hefði Rúnar verið svekktur við Gunnar Þór hefði hann einnig staðið af sér hrindinguna? „Nei, ég hefði alls ekki verið svekktur yfir því. Það er ekki þannig að við séum að biðja okkar leikmenn um að detta ef þeir eru snertir, það kæmi aldrei til greina,“ segir Rúnar. „Við förum inn á völlinn til þess að spila fótbolta og vinna fótboltaleiki. Það er það eina sem við hugsum um. Við leggjum ekki upp með neinn dónaskap eða leiðindi í okkar leik.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um brottvísun Eyjamannsins Aarons Spear í bikarleik gegn KR á sunnudaginn. Þá ýtti Spear við Gunnari Þór Gunnarssyni, leikmanni KR, sem féll til jarðar með tilþrifum. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var afar ósáttur með dýfu Gunnars Þórs en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sér hlutina í öðru ljósi. „Þú getur metið það hvort leikmaðurinn leiki sér að því að detta eða hrindingin sé þess eðlis að menn geti ekki staðið í lappirnar,“ segir Rúnar. Hann segir leikmenn ekki eiga að bjóða upp á þetta. „Þeir eru að bjóða upp á vandamál og þeir setja dómarann í þessa stöðu. Dómararnir þekkja reglurnar og valdið er þeirra,“ segir Rúnar. Hann minnir á að formaður dómaranefndar KSÍ hafi tekið af allan vafa um hvernig dómarar skuli bregðast við í atvikum sem þessum. „Ég hélt að menn hefðu kannski hlustað á það og áttað sig á því að það mætti ekki ýta eða leggja hendur á aðra menn. Þú býður hættunni heim með því að láta svona.“ Hannes Þór Halldórsson ýtti við Ragnari Péturssyni seint í leiknum. Ragnar stóð hrindinguna af sér en ólíkt Spear fékk Hannes aðeins gult spjald. Hefði Rúnar verið svekktur við Gunnar Þór hefði hann einnig staðið af sér hrindinguna? „Nei, ég hefði alls ekki verið svekktur yfir því. Það er ekki þannig að við séum að biðja okkar leikmenn um að detta ef þeir eru snertir, það kæmi aldrei til greina,“ segir Rúnar. „Við förum inn á völlinn til þess að spila fótbolta og vinna fótboltaleiki. Það er það eina sem við hugsum um. Við leggjum ekki upp með neinn dónaskap eða leiðindi í okkar leik.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira