Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - FH 2-1 | Dramatískur sigur Stjörnunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2013 14:39 Mynd/Valli Stjarnan er komið upp að hlið FH-inga í annað sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 heimasigur í leik liðanna í kvöld. Varamaðurinn Gunnar Örn Jónsson tryggði Stjörnunni sigur með ótrúlegu marki undir lok viðbótartíma. Í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik skoraði Halldór Orri Björnsson eina markið. Atli Jóhannsson sendi þá háan bolta inn á teig FH-inga þar sem Halldór Orri lék á Pétur Viðarsson og skoraði snyrtilega framhjá Róberti Erni í marki gestanna. 1-0 sigrar hafa verið tíðir hjá Garðabæjarliðinu í sumar og það stefndi í einn slíkan. FH-ingar voru mun meira með boltann í síðari hálfleiknum en gekk afar erfiðlega að opna vörn Stjörnunnar. Silfurskeiðin og félagar í stúkunni sáu fram á fimmta 1-0 sigur Garðbæinga í sumar þegar Atli Guðnason jafnaði metin eftir laglegt spil FH-inga. Sam Tillen sendi inn á teiginn og Albert Brynjar skallaði boltann fyrir fætur Atla. Besti maður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð sendi boltann með vinstri fæti af Daníel Laxdal og í boga yfir Arnar Darra í marki Garðbæinga. FH-ingar sóttu af krafti í kjölfarið og þjörmuðu að marki heimamanna sem vonuðust á þeim tímapunkti líklega eftir að halda í stigið eina. Kvöldið varð þó skyndilega betra fyrir bláklædda þegar fjórðu mínútu í viðbótartíma var að ljúka. Enn var miðjumaðurinn Atli Jóhannsson á ferðinni. Nú sendi hann boltann snyrtilega inn á varamanninn Gunnar Örn. Sá beið ekki boðanna heldur hamraði boltann í þaknetið og stuðningsmenn Stjörnunnar ærðust. FH rétt hafði tíma til að taka miðju og þá flautaði Kristinn Jakobsson, ágætur dómari leiksins, til leiksloka. Annar sigur Stjörnunnar á FH í sumar í höfn og hafa Garðbæingar ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð í deildinni gegn KR. Stjörnumenn fögnuðu sigrinum dramatíska ógurlega en þeir eru orðnir vanir háspennu undir lok leikja sinna. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp að hlið FH-inga með 23 stig í 2.-3. sæti deildarinnar. FH á þó fjögur mörk á Stjörnuna. KR-ingar hafa tveggja stiga forskot á bæði lið og eiga tvo leiki til góða á FH og einn á Stjörnuna. Gunnar Örn: Henryk er fullur af skítJóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar.„Maður var farinn að blóta því að hafa misst leikinn niður í jafntefli. Það er alltaf gaman að koma tilbaka og að skora markið líka, ég lýg því ekkert,“ sagði Gunnar Örn Jónsson hetja Stjörnumanna. Mark Gunnars Arnar var glæsilegt og hann velti fyrir sér hvort það væri hans flottasta á ferlinum. „Ég þarf að sjá það aftur. Ég man ekkert hvernig það var. Það er allt í móðu,“ sagði varamaðurinn. Henryk Bödker, markmannsþjálfari Stjörnunnar, sagðist hafa viljað að Gunnar Örn gæfi boltann í færi sínu í stað þess að skjóta. Kom það einhvern tímann til greina hjá Gunnari Erni? „Nei, ég hlusta ekki á Henryk. Hann er fullur af skít. Ég ákvað bara að skjóta,“ sagði Gunnar Örn léttur. Hann viðurkenndi þó að lukkan hefði verið með honum. „Þetta var bara eitthvað út í loftið. Ég var heppinn.“ Heimir: Reikna með því að styrkja hópinnAtli Guðnason, FH.„Við sýndum þolinmæði en það vantaði samt upp á gæði til að opna þá betur. Við jöfnuðum metin og fengum möguleika til að koma okkur í betri stöðu en nýttum þá ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. FH jafnaði metin seint í leiknum og sótti í kjölfarið af krafti. Stjarnan náði þó einni sókn en Heimir sagði sína menn hafa verið óskynsama undir lokin. „Kennie Chopart var með boltann við hliðarlínuna og tveir leikmenn FH í honum. Það átti bara að koma boltanum útaf í innkast. Þá hefði leikurinn væntanlega verið flautaður af,“ sagði Heimir. Þess í stað var boltinn sendur fyrir markið á kollinn á Tryggva Bjarnasyni. Þaðan rataði hann á Gunnar Örn með fyrrnefndum afleiðingum fyrir FH. Félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí og Heimir ætlar að styrkja hópinn. „Ég reikna með því já,“ sagði Heimir en vildi ekki útlista hvaða stöður hann vildi styrkja sérstaklega. Hann sagði FH-inga vera að skoða málin og ekkert væri í sigtinu eins og staðan væri í dag. Dominic Furness og Kristján Gauti Emilsson fóru meiddir af velli í leiknum. Halldór Orri: Gunni er hetjan okkarHalldór Orri Björnsson, besti maður vallarins í Garðbæ í kvöld, minnti á að það væri seigla í Stjörnuliðinu. „Þetta var ótrúlegt. Við höfum hvorki tapað í bikar né deild síðan í fyrstu umferð,“ sagði kantmaðurinn knái. „Það var hrikalega svekkjandi að fá á sig þetta mark á 90. mínútu. Þeir áttu það skilið enda höfðu þeir verið miklu betri en við í seinni hálfleik. Það sást hvað við vorum þreyttir eftir erfiðan leik á sunnudaginn sem fór í framlengingu. En að vinna þetta, það er ekki hægt að lýsa þessu,“ sagði Halldór Orri. Markaskorarinn sagðist hafa hugsað strax við jöfnunarmark FH-inga að Garðbæingar myndu strax skora annað. „Við erum með Tryggva frammi, risastóran og hann þarf ekki að flikka boltanum nema einu sinni og þá erum við sloppnir í gegn. Gunni var svo með frískar lappir og náði að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Halldór Orri. „Gunni er hetjan okkar í dag. Virkilega flott hjá honum.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Stjarnan er komið upp að hlið FH-inga í annað sæti Pepsi-deildar karla í knattspyrnu eftir 2-1 heimasigur í leik liðanna í kvöld. Varamaðurinn Gunnar Örn Jónsson tryggði Stjörnunni sigur með ótrúlegu marki undir lok viðbótartíma. Í nokkuð jöfnum fyrri hálfleik skoraði Halldór Orri Björnsson eina markið. Atli Jóhannsson sendi þá háan bolta inn á teig FH-inga þar sem Halldór Orri lék á Pétur Viðarsson og skoraði snyrtilega framhjá Róberti Erni í marki gestanna. 1-0 sigrar hafa verið tíðir hjá Garðabæjarliðinu í sumar og það stefndi í einn slíkan. FH-ingar voru mun meira með boltann í síðari hálfleiknum en gekk afar erfiðlega að opna vörn Stjörnunnar. Silfurskeiðin og félagar í stúkunni sáu fram á fimmta 1-0 sigur Garðbæinga í sumar þegar Atli Guðnason jafnaði metin eftir laglegt spil FH-inga. Sam Tillen sendi inn á teiginn og Albert Brynjar skallaði boltann fyrir fætur Atla. Besti maður Íslandsmótsins á síðustu leiktíð sendi boltann með vinstri fæti af Daníel Laxdal og í boga yfir Arnar Darra í marki Garðbæinga. FH-ingar sóttu af krafti í kjölfarið og þjörmuðu að marki heimamanna sem vonuðust á þeim tímapunkti líklega eftir að halda í stigið eina. Kvöldið varð þó skyndilega betra fyrir bláklædda þegar fjórðu mínútu í viðbótartíma var að ljúka. Enn var miðjumaðurinn Atli Jóhannsson á ferðinni. Nú sendi hann boltann snyrtilega inn á varamanninn Gunnar Örn. Sá beið ekki boðanna heldur hamraði boltann í þaknetið og stuðningsmenn Stjörnunnar ærðust. FH rétt hafði tíma til að taka miðju og þá flautaði Kristinn Jakobsson, ágætur dómari leiksins, til leiksloka. Annar sigur Stjörnunnar á FH í sumar í höfn og hafa Garðbæingar ekki tapað leik síðan í fyrstu umferð í deildinni gegn KR. Stjörnumenn fögnuðu sigrinum dramatíska ógurlega en þeir eru orðnir vanir háspennu undir lok leikja sinna. Með sigrinum komust Stjörnumenn upp að hlið FH-inga með 23 stig í 2.-3. sæti deildarinnar. FH á þó fjögur mörk á Stjörnuna. KR-ingar hafa tveggja stiga forskot á bæði lið og eiga tvo leiki til góða á FH og einn á Stjörnuna. Gunnar Örn: Henryk er fullur af skítJóhann Laxdal, leikmaður Stjörnunnar.„Maður var farinn að blóta því að hafa misst leikinn niður í jafntefli. Það er alltaf gaman að koma tilbaka og að skora markið líka, ég lýg því ekkert,“ sagði Gunnar Örn Jónsson hetja Stjörnumanna. Mark Gunnars Arnar var glæsilegt og hann velti fyrir sér hvort það væri hans flottasta á ferlinum. „Ég þarf að sjá það aftur. Ég man ekkert hvernig það var. Það er allt í móðu,“ sagði varamaðurinn. Henryk Bödker, markmannsþjálfari Stjörnunnar, sagðist hafa viljað að Gunnar Örn gæfi boltann í færi sínu í stað þess að skjóta. Kom það einhvern tímann til greina hjá Gunnari Erni? „Nei, ég hlusta ekki á Henryk. Hann er fullur af skít. Ég ákvað bara að skjóta,“ sagði Gunnar Örn léttur. Hann viðurkenndi þó að lukkan hefði verið með honum. „Þetta var bara eitthvað út í loftið. Ég var heppinn.“ Heimir: Reikna með því að styrkja hópinnAtli Guðnason, FH.„Við sýndum þolinmæði en það vantaði samt upp á gæði til að opna þá betur. Við jöfnuðum metin og fengum möguleika til að koma okkur í betri stöðu en nýttum þá ekki,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH. FH jafnaði metin seint í leiknum og sótti í kjölfarið af krafti. Stjarnan náði þó einni sókn en Heimir sagði sína menn hafa verið óskynsama undir lokin. „Kennie Chopart var með boltann við hliðarlínuna og tveir leikmenn FH í honum. Það átti bara að koma boltanum útaf í innkast. Þá hefði leikurinn væntanlega verið flautaður af,“ sagði Heimir. Þess í stað var boltinn sendur fyrir markið á kollinn á Tryggva Bjarnasyni. Þaðan rataði hann á Gunnar Örn með fyrrnefndum afleiðingum fyrir FH. Félagaskiptaglugginn opnar þann 15. júlí og Heimir ætlar að styrkja hópinn. „Ég reikna með því já,“ sagði Heimir en vildi ekki útlista hvaða stöður hann vildi styrkja sérstaklega. Hann sagði FH-inga vera að skoða málin og ekkert væri í sigtinu eins og staðan væri í dag. Dominic Furness og Kristján Gauti Emilsson fóru meiddir af velli í leiknum. Halldór Orri: Gunni er hetjan okkarHalldór Orri Björnsson, besti maður vallarins í Garðbæ í kvöld, minnti á að það væri seigla í Stjörnuliðinu. „Þetta var ótrúlegt. Við höfum hvorki tapað í bikar né deild síðan í fyrstu umferð,“ sagði kantmaðurinn knái. „Það var hrikalega svekkjandi að fá á sig þetta mark á 90. mínútu. Þeir áttu það skilið enda höfðu þeir verið miklu betri en við í seinni hálfleik. Það sást hvað við vorum þreyttir eftir erfiðan leik á sunnudaginn sem fór í framlengingu. En að vinna þetta, það er ekki hægt að lýsa þessu,“ sagði Halldór Orri. Markaskorarinn sagðist hafa hugsað strax við jöfnunarmark FH-inga að Garðbæingar myndu strax skora annað. „Við erum með Tryggva frammi, risastóran og hann þarf ekki að flikka boltanum nema einu sinni og þá erum við sloppnir í gegn. Gunni var svo með frískar lappir og náði að klára þetta fyrir okkur,“ sagði Halldór Orri. „Gunni er hetjan okkar í dag. Virkilega flott hjá honum.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti