Fótbolti

Barton verður áfram í Frakklandi að eigin sögn

Barton er hér að rífast við Zlatan.
Barton er hér að rífast við Zlatan.
Enski vandræðagemlingurinn Joey Barton er hamingjusamur í Frakklandi þar sem hann spilar með Marseille. Hann býst við því að vera þar áfram á næsta tímabili.

Leikmaðurinn var lánaður frá QPR til franska félagsins eftir að hann hafði verið dæmdur í 12 leikja bann í heimalandinu. Hann er enn að spila sem lánsmaður í Frakklandi.

"Það er ekki undir QPR komið hvort ég verði hérna áfram og það er búið að komast að samkomulagi um að ég spili hérna á næsta tímabili," sagði Barton á Twitter-síðu sinni.

"Ég elska lífið í Frakklandi. Ég elska Marseille og fólkið hérna elskar mig. Ég vil hjálpa félaginu því það stóð við bakið á mér þegar enginn annar vildi gera það. Ég verð ávallt þakklátur fyrir það. Þetta félag er hluti af mér núna."

Barton bætti við að QPR myndi aldrei vilja hafa hann á launaskrá fari svo að liðið fari í ensku B-deildina. Afar miklar líkur eru á því.

QPR hefur ekki viljað tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×