Íslenski boltinn

Enginn læknir á bekknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Borghildur Sigurðardóttir.
Borghildur Sigurðardóttir. mynd/breidablik.is
Það vakti athygli margra að enginn læknir skyldi vera á bekknum hjá félögunum er Elfar Árni slasaðist. Það er ekkert óeðlilegt við það segir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

„Samkvæmt reglugerð þá þarf sjúkramenntaður einstaklingur að vera á bekknum. Læknir, hjúkrunarfræðingur eða sjúkraþjálfari. Ég veit ekki til annars en að öll lið í deildinni séu með sjúkraþjálfara á bekknum nema í Evrópuleikjum. Þá er skylda að vera með lækni,“ segir Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks.

„Ég hef heyrt í mönnum hjá KSÍ og oft þarf að fara í gegnum ferlið og endurmeta. Við munum örugglega gera það í sameiningu núna. Það á að nota svona atvik til góðs ef hægt er að bæta eitthvað í umgjörðinni. Við eigum eftir að skoða þetta hjá okkur. Nú eru allir að jafna sig og við þurfum að hlúa að þeim sem eru í kringum okkur áður en við skoðum næstu skref.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×