Fótbolti

Kewell kominn til Katar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ástralinn Harry Kewell er enn á fullu en hann samdi nýverið við Al Gharifa í Katar. Kewell er 34 ára gamall og þekktastur fyrir afrek sín í enska boltanum.

Kewell samdi við liðið út þessa leiktíð þrátt fyrir að það séu bara nokkrar vikur eftir af tímabilinu.

Hann hefur verið án félags síðan hann hætti hjá Melbourne Victory af fjölskylduástæðum í lok síðasta tímabils í Ástralíu. Líklegast þykir að hann muni snúa aftur í ástralska boltann innan skamms.

Kewell lék með Leeds og Liverpool í Englandi en einnig með Galatasaray í Tyrklandi. Hann hélt til heimalandsins árið 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×