Fótbolti

Inter tapaði í sjö marka leik | Þrenna á tólf mínútum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
German Denis skoraði þrennu á tólf mínútum í kvöld.
German Denis skoraði þrennu á tólf mínútum í kvöld. Nordic Photos / AFP
Möguleikar Inter á að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð minnkuðu talsvert í kvöld. Liðið tapaði þá fyrir Atlanta, 4-3, á heimavelli.

Inter er í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig en þetta var þriðja tap Inter í síðustu fjórum deildarleikjum liðsins. Inter hefur aðeins unnið þrjá af síðustu tíu leikjum sínum.

Inter komst í 3-1 forystu í leiknum. Tommaso Rocchi kom Inter yfir í lok fyrri hálfleiks en Giatomo Bonaventura jafnaði snemma í þeim síðari.

Ricardo Alvarez skoraði svo tvívegis með skömmu millibili fyrir Inter en þá tók Argentínumaðurinn German Denis til sinna mála og tryggði Atalanta sigur með því að skora þrennu á aðeins tólf mínútum.

Þrjú efstu lið deildarinnar komast í Meistaradeildina en AC Milan er í þriðja sæti eftir leiki helgarinnar með 58 stig. Fiorentina er svo í fjórða sæti með 52 stig.

Napoli styrkti stöðu sína í öðru sæti með sigri á Genoa, 2-0, í kvöld. Goran Pandev og Blerim Dzemaili skoruðu mörk Napoli.

Juventus er þó enn með örugga níu stiga forystu á toppnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×