Lögfræðin hefur staðið undir væntingum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 12:00 Eva Hrönn var himinsæl með áfangann þegar hún lauk málflutningi sínum fyrir Hæstarétti í gær. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta er ekki alveg búið, Hæstiréttur sendir bréf í dag og síðan þarf ég að senda beiðni á ráðuneytið til að fá útgefið leyfi, en forsetinn sagði: „Til hamingju, hæstaréttarlögmaður,“ hérna áðan svo þetta er komið í höfn,“ segir Eva Hrönn himinsæl, nýkomin úr réttarsalnum þar sem hún flutti sitt fjórða prófmál fyrir Hæstarétti og lauk þar með ferlinu að því að fá titilinn hæstaréttarlögmaður.Eva Hrönn er fyrsti lögfræðingurinn sem útskrifaður er frá H.R. sem hlýtur þennan titil en hún útskrifaðist fyrir rúmum sex árum og hefur síðan unnið ötullega að því að ná þessum áfanga. Byrjaði að vinna á lögmannsstofu meðan hún var enn í skólanum og hefur unnið sleitulaust síðan, fékk héraðsdómslögmannsréttindi strax í desember 2007, nokkrum mánuðum eftir að hún útskrifaðist. Hún segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að verða lögfræðingur. „Ég tók þá ákvörðun mjög snemma og ég held það sé engin skýring á því. Ég byrjaði að stefna á þetta áður en ég byrjaði í menntaskóla. Þegar ég var á síðasta ári í Versló sá ég að það var verið að stofna lagadeild við Háskólann í Reykjavík og þá varð ekki aftur snúið. Þangað vildi ég fara.“Eva Hrönn segir enga lögfræðinga í fjölskyldunni, hún hafi ekki horft mikið á lögfræðiþætti í sjónvarpi, henni hafi bara fundist lögfræðin eitthvað svo ótrúlega spennandi fag. „Ég vissi svo sem ekkert hvað lögfræði var áður en ég byrjaði en eitthvað við starfið kitlaði mig enda hef ég fundið mig rosalega vel í því. Það hefur algjörlega staðið undir væntingum.“Eva Hrönn á tvö börn, þriggja og fimm ára, og þarf auðvitað að púsla saman einkalífi og starfsframa eins og allar ungar konur, en henni finnst það ekki mikið mál. Spurð hvort hún sé spútnikk í faginu fer hún undan í flæmingi og bendir á að það verði aðrir að dæma um, hún sé bara að láta draum sinn rætast. Nú hefur það tekist og hver er þá næsti draumur? Hæstaréttardómari? „Nei, ég held ég hafi engan áhuga á því að verða dómari. Mér finnst miklu skemmtilegra að vera í hita leiksins og fá að takast á við mál í dómsalnum heldur en að sitja bara og hlusta. Það heillar mig ekki. Ég er hins vegar búin að stefna að þessu markmiði svo lengi að ég er ekki viss um að ég sé búin að setja mér nýtt. Það er ekkert hærra skref í lögmennsku heldur en þetta þannig að ég veit ekki hvað það ætti að vera. Ég ætla bara að njóta þess að vera búin að klára þennan áfanga áður en ég fer að pæla í framhaldinu.“ Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
„Þetta er ekki alveg búið, Hæstiréttur sendir bréf í dag og síðan þarf ég að senda beiðni á ráðuneytið til að fá útgefið leyfi, en forsetinn sagði: „Til hamingju, hæstaréttarlögmaður,“ hérna áðan svo þetta er komið í höfn,“ segir Eva Hrönn himinsæl, nýkomin úr réttarsalnum þar sem hún flutti sitt fjórða prófmál fyrir Hæstarétti og lauk þar með ferlinu að því að fá titilinn hæstaréttarlögmaður.Eva Hrönn er fyrsti lögfræðingurinn sem útskrifaður er frá H.R. sem hlýtur þennan titil en hún útskrifaðist fyrir rúmum sex árum og hefur síðan unnið ötullega að því að ná þessum áfanga. Byrjaði að vinna á lögmannsstofu meðan hún var enn í skólanum og hefur unnið sleitulaust síðan, fékk héraðsdómslögmannsréttindi strax í desember 2007, nokkrum mánuðum eftir að hún útskrifaðist. Hún segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að verða lögfræðingur. „Ég tók þá ákvörðun mjög snemma og ég held það sé engin skýring á því. Ég byrjaði að stefna á þetta áður en ég byrjaði í menntaskóla. Þegar ég var á síðasta ári í Versló sá ég að það var verið að stofna lagadeild við Háskólann í Reykjavík og þá varð ekki aftur snúið. Þangað vildi ég fara.“Eva Hrönn segir enga lögfræðinga í fjölskyldunni, hún hafi ekki horft mikið á lögfræðiþætti í sjónvarpi, henni hafi bara fundist lögfræðin eitthvað svo ótrúlega spennandi fag. „Ég vissi svo sem ekkert hvað lögfræði var áður en ég byrjaði en eitthvað við starfið kitlaði mig enda hef ég fundið mig rosalega vel í því. Það hefur algjörlega staðið undir væntingum.“Eva Hrönn á tvö börn, þriggja og fimm ára, og þarf auðvitað að púsla saman einkalífi og starfsframa eins og allar ungar konur, en henni finnst það ekki mikið mál. Spurð hvort hún sé spútnikk í faginu fer hún undan í flæmingi og bendir á að það verði aðrir að dæma um, hún sé bara að láta draum sinn rætast. Nú hefur það tekist og hver er þá næsti draumur? Hæstaréttardómari? „Nei, ég held ég hafi engan áhuga á því að verða dómari. Mér finnst miklu skemmtilegra að vera í hita leiksins og fá að takast á við mál í dómsalnum heldur en að sitja bara og hlusta. Það heillar mig ekki. Ég er hins vegar búin að stefna að þessu markmiði svo lengi að ég er ekki viss um að ég sé búin að setja mér nýtt. Það er ekkert hærra skref í lögmennsku heldur en þetta þannig að ég veit ekki hvað það ætti að vera. Ég ætla bara að njóta þess að vera búin að klára þennan áfanga áður en ég fer að pæla í framhaldinu.“
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira