Flestir sjálfstæðismenn vilja Júlíus Vífil Brjánn Jónasson skrifar 2. nóvember 2013 09:00 Stærstur hluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um 40,5 prósent, vill að Júlíus Vífill Ingvarsson leiði lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 26,2 prósent sjálfstæðismanna vill helst sjá Halldór Halldórsson í fyrsta sætinu, og 19 prósent kysu helst Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Lestina rekur Hildur Sverrisdóttir, en 14,3 prósent stuðningsmanna flokksins vill hana til forystu. Alls taka 68,9 prósent stuðningsmanna flokksins afstöðu til spurningarinnar. Þegar afstaða borgarbúa í heild er skoðuð er staðan önnur. Aðeins rúm 39 prósent taka afstöðu til einhvers fjórmenninganna, og hver þeirra fær stuðning nærri fjórðungs borgarbúa. Þannig vilja um 29,5 prósent þeirra borgarbúa sem afstöðu tóku að Júlíus Vífill leiði listann, en 24,3 prósent vilja helst Halldór Halldórsson. Stuðningurinn við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur mælist 23,7 prósent og 22,5 prósent nefna Hildi Sverrisdóttur.Hafa verður fyrirvara á þessum tölum þar sem úrtakið í könnuninni er minna en í hefðbundnum könnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Af þeim orsökum eru vikmörkin hærri en venjulega. Vikmörkin hjá öllum frambjóðendum eru um það bil +/-6,5 og munurinn á frambjóðendunum því innan skekkjumarka. Hringt var í 1.809 manns þar til náðist í 1.158, þar af 439 Reykvíkinga, samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 30. og 31. október. Svarhlutfallið var því 64 prósent. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar? Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Stærstur hluti stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um 40,5 prósent, vill að Júlíus Vífill Ingvarsson leiði lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Um 26,2 prósent sjálfstæðismanna vill helst sjá Halldór Halldórsson í fyrsta sætinu, og 19 prósent kysu helst Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur. Lestina rekur Hildur Sverrisdóttir, en 14,3 prósent stuðningsmanna flokksins vill hana til forystu. Alls taka 68,9 prósent stuðningsmanna flokksins afstöðu til spurningarinnar. Þegar afstaða borgarbúa í heild er skoðuð er staðan önnur. Aðeins rúm 39 prósent taka afstöðu til einhvers fjórmenninganna, og hver þeirra fær stuðning nærri fjórðungs borgarbúa. Þannig vilja um 29,5 prósent þeirra borgarbúa sem afstöðu tóku að Júlíus Vífill leiði listann, en 24,3 prósent vilja helst Halldór Halldórsson. Stuðningurinn við Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur mælist 23,7 prósent og 22,5 prósent nefna Hildi Sverrisdóttur.Hafa verður fyrirvara á þessum tölum þar sem úrtakið í könnuninni er minna en í hefðbundnum könnunum Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Af þeim orsökum eru vikmörkin hærri en venjulega. Vikmörkin hjá öllum frambjóðendum eru um það bil +/-6,5 og munurinn á frambjóðendunum því innan skekkjumarka. Hringt var í 1.809 manns þar til náðist í 1.158, þar af 439 Reykvíkinga, samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 30. og 31. október. Svarhlutfallið var því 64 prósent. Spurt var: Hvert eftirtalinna myndir þú helst vilja sjá leiða lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar?
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira