Enski boltinn

Moyes: Manchester United er með besta framherjaparið í deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robin van Persie og Wayne Rooney.
Robin van Persie og Wayne Rooney. Mynd/NordicPhotos/Getty
David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, er sannfærður um að besta framherjapar í fótboltaheiminum spili fyrir hann þrátt fyrir að Wayne Rooney og Robin van Persie hafi oft verið skæðari en í vetur.

Robin van Persie hefur verið að glíma við meiðsli en hann var frábær á sínu fyrsta tímabili með United þegar hann skoraði 26 deildarmörk. Van Persie hefur skorað 5 deildarmörk og Wayne Rooney er með 4 mörk.

Þeir félagar hafa því skorað saman 9 mörk en á sama tíma eru Liverpool-framherjarnir Daniel Sturridge og Luis Suarez komnir með 14 mörk.

„Á þeirra degi eru Wayne og Robin ekki bara besta framherjaparið í deildinni heldur einnig er ekki hægt að finna betra framherjapar í öllum heiminum. Þeir eru ótrúlega hæfileikaríkir og báðir fæddir markaskorarar," sagði David Moyes við Sky Sports.

„Þeir geta líka báðir spilað marga stöður á vellinum því þeir hafa það mikla hæfileika. Ég hlakka til að sjá þessa tvo komast í gang og þeir munu gera það þegar liðið kemst á skrið," sagði Moyes.

Besta framherjaparið í ensku úrvalsdeildinni:

Liverpool: Daniel Sturridge (8) + Luis Suárez (6) = 14 mörk

Manchester City: Kun Agüero (7) + Álvaro Negredo (3) = 10 mörk

Manchester United: Robin van Persie (5) + Wayne Rooney (4) = 9 mörk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×