Fótbolti

Beckenbauer bað Buffon afsökunar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Beckenbauer, lengst til vinstri, með ölkrús í hendi.
Beckenbauer, lengst til vinstri, með ölkrús í hendi. Nordic Photos / Getty Images
Keisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer, neyddist til að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Gianluigi Buffon, markvörð Juventus.

Beckenbauer kallaði Buffon ellilífeyrisþega en sá síðarnefndi átti ekki sinn besta dag er Bayern hafði betur gegn Juventus, 2-0, í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Hann stendur þó við gagnrýni sína og segir að Buffon hefði átt að gera betur í leiknum, sérstaklega þegar hann varði ekki langskot David Alaba í upphafi leiksins.

„Ég biðst afsökunar ef ég hef móðgað Buffon. Það var ekki ætlunin," sagði Beckenbauer við þýska blaðið Bild í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×