Menn þurfa að bíða niðurstöðu nefndar áður en spáð er fyrir þenslu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. október 2013 08:00 Frosti Sigurjónsson segir menn verða að bíða rólega og sjá hvað kemur út úr vinnu nefndarinnar áður en spáð er þenslu í kjölfar aðgerðanna. „Í fyrsta lagi er rétt að ef húsnæðisskuldir eru niðurfelldar þá mun það valda mikilli þenslu en við erum að tala um skuldaleiðréttingu, ekki niðurfellingu,“ segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins um spá sérfræðinga Seðlabankans að niðurfelling skulda geti leitt til aukinnar verðbólgu. „En varðandi skuldaleiðréttingu þá fer algjörlega eftir því hvernig leiðréttingin er framkvæmd hvaða áhrif það hefur á efnahagskerfið. Forsætisráðherra hefur bent á þá leið að hægt væri að breyta eftirstöðvum lána, eftir leiðréttingu, í óverðtryggð lán. Þá lækkar greiðslubyrði einstaklinga ekki eins mikið en það eignast meira í húsnæði sínu og eigið fé skilar sér til fólksins,“ segir Frosti. Frosti bendir einnig á að niðurstöður nefndarinnar séu væntanlegar og menn verði að bíða rólega og sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu áður en spáð er þenslu í kjölfar aðgerðanna. Í riti Seðlabankans velta sérfræðingar fyrst og fremst fyrir sér hver þróun atvinnuleysis verði á næstu misserum. Í lokaorðum kemur fram að ef hið opinbera sýnir ekki ráðdeild í opinberum fjármálum, hvort sem litið er til útgjalda eða mögulegra skuldalækkana eða skattabreytinga, eða ef aðilar vinnumarkaðarins semja um hækkun launakostnaðar sem samræmist ekki verðbólgumarkmiðinu við gerð kjarasamninga í haust munu áhrifin verða aukin verðbólga og minni atvinna. Við því yrði peningastefna Seðlabankans að bregðast, sem vegna heldni í atvinnuleysi getur haft í för með sér að atvinnuleysi verður meira og þrálátara en ella. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Í fyrsta lagi er rétt að ef húsnæðisskuldir eru niðurfelldar þá mun það valda mikilli þenslu en við erum að tala um skuldaleiðréttingu, ekki niðurfellingu,“ segir Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokksins um spá sérfræðinga Seðlabankans að niðurfelling skulda geti leitt til aukinnar verðbólgu. „En varðandi skuldaleiðréttingu þá fer algjörlega eftir því hvernig leiðréttingin er framkvæmd hvaða áhrif það hefur á efnahagskerfið. Forsætisráðherra hefur bent á þá leið að hægt væri að breyta eftirstöðvum lána, eftir leiðréttingu, í óverðtryggð lán. Þá lækkar greiðslubyrði einstaklinga ekki eins mikið en það eignast meira í húsnæði sínu og eigið fé skilar sér til fólksins,“ segir Frosti. Frosti bendir einnig á að niðurstöður nefndarinnar séu væntanlegar og menn verði að bíða rólega og sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu áður en spáð er þenslu í kjölfar aðgerðanna. Í riti Seðlabankans velta sérfræðingar fyrst og fremst fyrir sér hver þróun atvinnuleysis verði á næstu misserum. Í lokaorðum kemur fram að ef hið opinbera sýnir ekki ráðdeild í opinberum fjármálum, hvort sem litið er til útgjalda eða mögulegra skuldalækkana eða skattabreytinga, eða ef aðilar vinnumarkaðarins semja um hækkun launakostnaðar sem samræmist ekki verðbólgumarkmiðinu við gerð kjarasamninga í haust munu áhrifin verða aukin verðbólga og minni atvinna. Við því yrði peningastefna Seðlabankans að bregðast, sem vegna heldni í atvinnuleysi getur haft í för með sér að atvinnuleysi verður meira og þrálátara en ella.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira