Skortur á nýrum vaxandi Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 23. október 2013 20:11 „Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess að sumir séu reiðbúnir að fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Þetta segir einn af tuttugu nýrnasjúklingum hér á landi sem nú bíða eftir nýraígræðslu. Nýragjafi segir þetta vera stóra gjöf, en nauðsynlega. Í dag eru tuttugu íslendingar með nýrnabilun á lokastigi og bíða nú eftir gjafalíffæri. Þrátt fyrir að tíðni nýraígræðsla sé óvenjulega há hér á landi þá eru skortur á nýrum vaxandi. Sérstöku átaki Landspítalans og samstarfsaðila var ýtt úr vör í dag, með opnum vefsíðunnar nýraígræðsla. Þar má nálgast ítarlegar upplýsingar um nýragjafir ásamt viðtölum við bæði nýraþega og gjafa. „Þetta er ekki sjálfgert, það er ekki sjálfsagt að gera þetta. Þeir sem gefa nýra eru í okkar augum hetjur,“ segir Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. „Sextíu eða sjötíu prósent af þeim sem þurfa á nýrum að halda fá þau frá lifandi gjöfum og það er auðvitað frábært.“ Hannes Þórisson er einn af þessum tuttugu sem nú bíða eftir nýra. Hann hefur glímt við nýrnasjúkdóm frá fæðingu og fer þrisvar í viku í blóðskilun, fjórar klukkustundir í senn. „Þetta er pínulítið falið í samfélaginu,“ segir Hannes. „Það er helst að fólk þekki þetta ef það tengist einhverju með nýrnasjúkdóm. Maður verður hálf klökkur þegar maður hugsar um þá sem gefa nýra, að þau skuli fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Um þessar mundir er áratugur liðinn frá fyrstu nýraígræðslunni á Íslandi. Síðan þá hafa rúmlega sjötíu íslendingar gengist undir ígræðslu á Landspítalanum. Þorvaldur Örlygsson gaf dóttur sinni, Ísabellu, nýra þegar hún var þriggja ára gömul. Ísabella opnaði vefinn í dag. „Við horfum til baka hér mæðginin, við þurftum náttúrulega að lesa fram og til baka um þetta ferli. Núna er kominn íslenskur vefur þar sem við getum fengið allar upplýsingar og undirbúið sig fyrir aðgerð,“ segir Þorvaldur. „Þetta er mikil gjöf að gefa. Ég efast ekki um að ef einhver myndi gefa mér nýra þá yrði ég þakklátur.“ Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira
„Ég verð klökkur þegar ég hugsa til þess að sumir séu reiðbúnir að fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Þetta segir einn af tuttugu nýrnasjúklingum hér á landi sem nú bíða eftir nýraígræðslu. Nýragjafi segir þetta vera stóra gjöf, en nauðsynlega. Í dag eru tuttugu íslendingar með nýrnabilun á lokastigi og bíða nú eftir gjafalíffæri. Þrátt fyrir að tíðni nýraígræðsla sé óvenjulega há hér á landi þá eru skortur á nýrum vaxandi. Sérstöku átaki Landspítalans og samstarfsaðila var ýtt úr vör í dag, með opnum vefsíðunnar nýraígræðsla. Þar má nálgast ítarlegar upplýsingar um nýragjafir ásamt viðtölum við bæði nýraþega og gjafa. „Þetta er ekki sjálfgert, það er ekki sjálfsagt að gera þetta. Þeir sem gefa nýra eru í okkar augum hetjur,“ segir Hildigunnur Friðjónsdóttir, hjúkrunarfræðingur. „Sextíu eða sjötíu prósent af þeim sem þurfa á nýrum að halda fá þau frá lifandi gjöfum og það er auðvitað frábært.“ Hannes Þórisson er einn af þessum tuttugu sem nú bíða eftir nýra. Hann hefur glímt við nýrnasjúkdóm frá fæðingu og fer þrisvar í viku í blóðskilun, fjórar klukkustundir í senn. „Þetta er pínulítið falið í samfélaginu,“ segir Hannes. „Það er helst að fólk þekki þetta ef það tengist einhverju með nýrnasjúkdóm. Maður verður hálf klökkur þegar maður hugsar um þá sem gefa nýra, að þau skuli fórna heilsu sinni fyrir aðra.“ Um þessar mundir er áratugur liðinn frá fyrstu nýraígræðslunni á Íslandi. Síðan þá hafa rúmlega sjötíu íslendingar gengist undir ígræðslu á Landspítalanum. Þorvaldur Örlygsson gaf dóttur sinni, Ísabellu, nýra þegar hún var þriggja ára gömul. Ísabella opnaði vefinn í dag. „Við horfum til baka hér mæðginin, við þurftum náttúrulega að lesa fram og til baka um þetta ferli. Núna er kominn íslenskur vefur þar sem við getum fengið allar upplýsingar og undirbúið sig fyrir aðgerð,“ segir Þorvaldur. „Þetta er mikil gjöf að gefa. Ég efast ekki um að ef einhver myndi gefa mér nýra þá yrði ég þakklátur.“
Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira