Íslenski boltinn

Fylkismenn hafa stoppað tvær lengstu taplausu hrinur tímabilsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Agnar Bragi Magnússon  og Emil Berger stoppa Blikann Nichlas Rohde í gær.
Agnar Bragi Magnússon og Emil Berger stoppa Blikann Nichlas Rohde í gær. Mynd/Daníel
Fylkismenn fóru illa með Blika á Kópavogsvellinum í gær og unnu sannfærandi 4-1 sigur. Árbæingar urðu þar með fyrsta liðið til að vinna Breiðablik í Pepsi-deildinni síðan 21. maí.

Breiðablik var búið að leika tólf deildarleiki í röð án þess að tapa fyrir leikinn í gær sem er lengsta taplausa hrinan í Pepsi-deildinni í sumar.

Blikar bættu árangur Stjörnumanna með sigri á Garðabæjarliðinu í umferðinni á undan en Stjarnan lék 11 leiki í röð án þess að tapa frá 12. maí til 7. ágúst.

Svo skemmtilega vill til að það voru einnig Fylkismenn sem urðu fyrstir til að vinna Stjörnuna á sínum tíma og enda þar sem taplausu hrinu Stjörnuliðsins.

Fylkismenn sjálfir eru í fjórða sæti á listanum en í þriðja sæti eru KR-ingar.

Topplið KR er síðan það lið sem hefur leikið flesta leiki í röð án þess að tapa í dag en KR-ingar hafa unnið síðustu fimm deildarleiki sína.



Flestir deildarleikir í röð án þess að tapa á tímabilinu

12 - Breiðablik

(5. til 16. leikur, 7 sigrar, 5 jafntefli)

- endaði á tapi á móti Fylki 1. september

11 - Stjarnan

(2. til 12. leikur, 8 sigrar, 3 jafntefli)

- endaði á tapi á móti Fylki 7. ágúst

9 - KR

(1. til 9. leikur, 8 sigrar, 1 jafntefli)

- endaði á tapi á móti Fram 14. júlí

7 - Fylkir

(10. til 16. leikur, 4 sigrar, 3 jafntefli)

- endaði á tapi á móti ÍBV 25. ágúst

7 - Valur

(1. til 7. leikur, 4 sigrar, 3 jafntefli)

- endaði á tapi á móti Breiðabliki 24. júní




Fleiri fréttir

Sjá meira


×