Innlent

Skólarnir vinna saman að lestri

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri í Reykjanesbæ.
Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri í Reykjanesbæ.
Árangur barna í öðrum bekk í Reykjanesbæ í árvissri læsisskimun hefur batnað síðustu ár.

Í tölum frá því í vor kemur fram að 69,4% nemenda í öðrum bekk í Reykjanesbæ geta lesið sér til gagns.

Árangurinn er nokkuð betri en fram kemur í nýbirtum tölum frá Reykjavík þar sem 63 prósent barnanna geta lesið sér til gagns.

Í tilkynningu frá bænum er Gylfi Jón Gylfason fræðslustjóri Reykjanesbæjar sagður þakka árangurinn markvissum vinnubrögðum kennara, samvinnu skóla og skólastiga og góðri samvinnu heimila og skóla.

Framfarir hafi líka orðið í Garði og Sandgerði og árangur barna á Reykjanesi öllu yfir meðaltali Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×