Enski boltinn

Owen mögulega refsað

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Wilshere var ósáttur við Owen eftir atvikið í dag.
Jack Wilshere var ósáttur við Owen eftir atvikið í dag. Nordic Photos / Getty Images
Enska knattspyrnusambandið gæti gripið til aðgerða gegn Michael Owen en hann virtist slá til Mikel Arteta í leik Stoke og Arsenal í gær.

Arsenal vann leikinn, 1-0, en Owen var ósáttur eftir að hann var tæklaður af Arteta.

Owen slapp við refsingu í leiknum en enska sambandið getur mögulega tekið málið upp þar sem atvikið náðist á myndband.

„Tækling Arteta var slæm en Michael á ekki að láta svona," sagði Tony Pulis, stjóri Stoke.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×