Enski boltinn

Þrumufleygur Bale tryggði Tottenham sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði síðustu mínúturnar þegar að Tottenham vann vann 1-0 sigur á West Brom í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Bale skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti á 67. mínútu en með sigrinum er Tottenham nú aðeins einu stigi á eftir Chelsea í fjórða sæti deildarinnar.

West Brom missti mann af velli snemma í síðari hálfleik þegar að Goran Popov var rekinn út af fyrir að hrækja að Kyle Walker.

Eftir það tók Tottenham völdin í leiknum og gerðu leikmenn West Brom sig ekki líklega til að jafna metin eftir að Bale skoraði.

Jermain Defoe fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og er enn óljóst hversu alvarleg meiðsli hans eru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×