Enski boltinn

Mancini byrjaður að skipuleggja innkaup sumarsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið svekkjandi fyrir félagið að hafa ekki náð að festa kaup á þeim leikmönnum sem það sóttist eftir í síðustu tveimur félagaskiptagluggum.

Mancini er því byrjaður að leggja drög að innkaupum sumarsins en þá verður aftur opnað fyrir félagaskipti í Evrópu.

„Það er erfitt að finna virkilega góða leikmenn í janúar," sagði Mancini en félagaskiptaglugginn lokaði nú um mánaðamótin.

„Félög vilja helst ekki selja á miðju tímabili en kannski frekar í sumar. Við þurfum að byrja að vinna að þessu núna strax svo það fari ekki fyrir okkur eins og síðasta sumar."

„Ég hitti Txiki Begiristain í hverri viku og við tölum um sumarið. Það er auðveldara að fá góða leikmenn þá ef maður er tilbúinn að leggja mikið á sig. Það er of seint að byrja í maí."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×