Enski boltinn

Rodgers: Við áttum að vinna þennan leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Daniel Sturridge með Brendan Rodgers.
Daniel Sturridge með Brendan Rodgers. Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers var svekktur með úrslitin í leik sinna manna í Liverpool gegn Manchester City í dag. Liðin skildu jöfn, 2-2.

„Við hefðum átt að vinna þennan leik. Við spiluðum frábærlega og sterkara liðið í þessum leik. Við skoruðum tvö frábær mörk og ég var óánægður með mörkin tvö sem við fengum á okkur," sagði Rodgers.

Jöfnunarmark Liverpool kom eftir misheppnað úthlaup markvarðarins Pepe Reina. „Við höfum verið að vaxa og þróa okkar leik en við þurfum að fækka mistökunum. Þá getum við látið til okkar taka í toppbaráttu deildarinnar."

Hann var ánægður með Daniel Sturridge, sem skoraði fyrra mark Liverpool í dag. „Daniel hefur verið frábær og gefið okkur kraft í sóknarlínuna. Hann er núna hluti af okkar púsluspili," sagði hann og bætti við:

„Við vorum mun betri á heimavelli Englandsmeistaranna í þessum leik. Við vitum samt að við getum betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×