Lífið

Skartar skemmtilegum húðflúrum

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ólafur Hrannar Kristjánsson skartar skemmtilegum flúrum.
Ólafur Hrannar Kristjánsson skartar skemmtilegum flúrum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
„Þetta var nú búið að blunda í mér í einhvern tíma en ég ákvað svo bara að kýla á þetta og pantaði tíma í janúar,“ segir hinn 23 ára gamli Ólafur Hrannar Kristjánsson, starfsmaður í Seljaskóla, um aðdraganda húðflúrs á kálfa hans af David Hasselhoff.

Ólafur Hrannar skartar nokkrum af skemmtilegustu húðflúrum sem sést hafa á Íslandi. Á kálfanum er hann ekki eingöngu með mynd af bandarísku goðsögninni David Hasselhoff heldur einnig húðflúr af teiknimyndapersónunum Svampi Sveinssyni og Óðríki algaula úr teiknimyndaflokknum um Ástrík og Steinrík.

„Þegar ég var í 9. til 10. bekk áttaði ég mig á því hversu mikill snillingur þessi maður er, sérstaklega þegar ég sá tónlistamyndbandið við lagið Jump In My Car,“ segir Ólafur Hrannar um álit sitt á sjarmörnum. Hann kveðst mikill áhugamaður um húðflúr. „Ég er með fimm önnur tattú, ég skoða síður og reyni að uppgötva nýja flúrara.“

Hasselhoff-flúrið vakti mikla athygli á Icelandic Tattoo Expo-hátíðinni sem haldin var á Hótel Sögu síðustu helgi. „Gunnar á Íslensku húðflúrstofunni gerði þetta,“ bætir Ólafur Hrannar við en hann segir að fólk sé almennt mjög hrifið af þessu athyglisverða flúri, enda fjölmargir Hasselhoff-aðdáendur á Íslandi.

Sætur Svampur.
Óður Óðríkur.
Heitur Hasselhoff.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.