Innlent

Aukning loðnukvótans skilar um 10 milljörðum í þjóðarbúið

Fjögur íslensk loðnuskip eru þegar komin á miðin austur af landinu eftir að kvótinn var aukinn um 150 þúsund tonn í gær, en fimm norsk skip voru fyrir á miðunum.

Í upphafi vikunnar voru öll íslensku skipin í landi þar sem útgerðir ætluðu að treina sér síðustu tonninn af kvótunum til að veiða loðnu til hrognatöku.

Hafrannsóknastofnun er enn að meta stofninn norður af landinu og er hugsanlegt að enn verði bætt við kvótann. Viðbótin núna mun væntanlega skila um það bil tíu milljörðum króna í útflutningstekjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×