Innlent

Sex teknir úr umferð

Sex ökumenn voru teknir úr umferð í nótt vegna ölvunar og fíkniefnaaksturs.  Þrír af ökumönnunum höfðu bæði notað fíkniefni og áfengi samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Einn ökumannanna  sem bæði hafði notað fíkniefni og áfengi fyrir aksturinn, karlmaður á þrítugsaldri, hafði áður verið sviptur ökuréttindum og mældist hraði bifreiðarinnar sem hann ók 110 kílómetra hraða  á Reykjanesbraut í Kópavogi en þar er hámarkshraði 80 kílómetrar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×