Vörugjöld eru ekki eðlileg gjaldtaka Guðný Rósa Þorvarðardóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun