Vörugjöld eru ekki eðlileg gjaldtaka Guðný Rósa Þorvarðardóttir skrifar 7. nóvember 2013 06:00 Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur undanfarið kynnt fyrir stjórnvöldum Falda aflið sem eru tólf tillögur til aðgerða og umbóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að stjórnvöld hrindi þeim í framkvæmd fyrir þinglok 2014 og leggi þannig lið minni og meðalstórum fyrirtækjum sem eru 90% fyrirtækja landsins. Tvær tillögur FA fjalla um aðflutningsgjöld ríkissjóðs og vil ég vekja athygli á þeim í tveimur pistlum, annars vegar þeim sem hér fer á eftir og fjallar um fimmtu tillögu FA um afnám vörugjalda. Í öðrum pistli verður fjallað um elleftu tillögu FA um lögfestingu fleiri gjalddaga virðisaukaskatts í tolli.Mismunun vara í samkeppni Ríkissjóður hefur lengi notað vörugjöld á innfluttar vörur sem tekjuöflunarleið. Í tíð fyrri ríkisstjórnar var samþykkt að fjölga vöruflokkum með þessum tollum, enda allra leiða leitað til að auka tekjur ríkissjóðs. Fljótt á litið virðist hugmyndafræðin hafa snúist um að setja toll á lúxusvörur sem fólk gæti verið án. Vörugjöld voru því ekki sett á þær vörur sem embættismenn töldu vera nauðsynlegar neysluvörur, heldur sérvaldar vörur sem hugsanlega væru óhollar eða gætu flokkast sem óþarfar. Dæmi um þetta eru sykurvörur í flokki matvara sem bera vörugjöld og sambærilegar vörur sem innihalda ávaxtasykur án vörugjalda. Í vörugjaldafrumskóginum bera tölvur og fylgihlutir engin vörugjöld. Hins vegar er lagt 25-30% vörugjald á hljómflutningstæki, útvörp og sjónvörp. Erfitt er að sjá af hverju þessi munur stafar enda tölvur notaðar til að horfa á sjónvarp auk þess sem hægt er að nota sjónvarp til að vafra á netinu. Þetta eru skýr dæmi þess að vörugjöld skekki samkeppnisstöðu sambærilegra vara.Mismunun þegnanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina barist gegn innflutningshömlum en vörugjöldin eru klárlega hluti þeirra. Í september 2012 var viðtal við einn þingmann Sjálfstæðisflokksins, Guðlaug Þór Þórðarson, í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis. Þar sagði hann innflutningstolla á vörur fela í sér hrópandi mismunun þeirra sem eru efnaðir og þeirra sem hafa lítið milli handanna. Í því samhengi nefndi hann að flugfarþegar sem ferðast til annarra landa geta keypt ódýran varning þar upp að ákveðinni fjárhæð og flutt hann til landsins án þess að borga af honum tolla. Þeir sem heima sitja þurfa hins vegar að greiða tolla og vörugjöld af öllu sem þeir flytja til landsins. „Þetta er náttúrlega ótrúleg mismunun og skrítið hvað þetta er lítið í umræðunni,“ sagði Guðlaugur og taldi löngu tímabært að lækka gjöld og bæta lífskjör fólks. Aðspurður taldi hann ekki rétt að ríkið missi af tekjum ef það lækki tolla. Það eina sem tollarnir geri sé að fæla verslun burt úr landinu. Þarna hefur þingmaðurinn rétt fyrir sér. Nú þegar flokkur þingmannsins er kominn í stjórn ætti að vera lag að gera breytingar á tollakerfinu sem myndi jafna samkeppnisstöðu innflytjenda og fela um leið í sér kjarabætur fyrir landsmenn alla. Mikill kostnaður er fólginn í því að viðhalda núverandi eftirlitskerfi og spurning hvort ríkissjóður tapi miklu við að afnema þessi gjöld þar sem eftirspurn innanlands myndi án efa aukast mikið við samkeppnishæfara verð. Það má lesa meira um Falda aflið á atvinnurekendur.is
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson Skoðun