Sölumaður lífgaði við dreng á bílaplani Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. ágúst 2013 07:30 Ævar Jónsson endurlífgaði sjö ára dreng utan við vinnustað sinn á mánudag. Mynd/Hersteinn Freyr „Ég fann hvað maður getur verið vanmáttugur þegar á hólminn er komið,“ segir Ævar Jónsson sölumaður sem bjargaði lífi sjö ára drengs fyrir utan verslun Flügger á Akureyri á mánudag. Ævar segir að kona hafi komið akandi að málningavöruversluninni með sjö ára son sinn í aftursætinu. „Strákurinn var orðinn eitthvað undarlegur í bílnum svo hún tók hann út en þá var hann orðinn meðvitundarlaus,“ segir Ævar. Að sögn Ævars hlupu hann og fleiri út þegar konan kallaði á hjálp. Svo hafi virst sem staðið hafi í litla drengnum og lítt hafi gengið að losa um það með því að berja á bak hans eða beita hann sérstöku taki. Þó hafi hann kastað örlítið upp. „En hann hélt samt áfram að blána og stífna. Það gerðist ekki neitt fyrir enn við vorum búnir að blása í hann og hnoða,“ lýsir Ævar atburðarásinni. Ævar segist hafa sótt skyndihjálparnámskeið á árinu 1995. Móðir drengsins hafi einnig haft kunnáttu á þessu sviði. „Hún gat hins vegar skiljanlega ekki vel beitt sér sökum geðshræringar,“ segir Ævar sem kveður móðurina þó hafa gefið góð ráð á meðan á lífgunartilraununum stóð. Atvikið segir Ævar hafa orðið sér áminning um að drífa sig aftur á skyndihjálparnámskeið. „Maður hálf partinn skammaðist sín eftir á. Manni fannst maður ekki kunna neitt og ekki geta gert neitt þótt það hafi rifjast upp á meðan á þessu stóð,“ segir Ævar sem kveður fyrir öllu að lánast hafi að bjarga drengnum. „Það tókst í þetta skiptið. Það komu þarna fleiri að svo að sem betur fer var ég ekki einn í þessu. Það fór allt í gríðarlegt stress ekki síst vegna þess að við vorum með barn í höndunum.“ Drengurinn og foreldrar hans heimsótttu Ævar í búðina í gær og þökkuðu honum lífgjöfina. „Þau komu hérna með blóm og þökkuðu fyrir sig. Strákurinn var bara hinn hressasti,“ segir Ævar en í samtali við Fréttablaðið kveðst móðirin ekki vilja tjá sig um atvikið. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
„Ég fann hvað maður getur verið vanmáttugur þegar á hólminn er komið,“ segir Ævar Jónsson sölumaður sem bjargaði lífi sjö ára drengs fyrir utan verslun Flügger á Akureyri á mánudag. Ævar segir að kona hafi komið akandi að málningavöruversluninni með sjö ára son sinn í aftursætinu. „Strákurinn var orðinn eitthvað undarlegur í bílnum svo hún tók hann út en þá var hann orðinn meðvitundarlaus,“ segir Ævar. Að sögn Ævars hlupu hann og fleiri út þegar konan kallaði á hjálp. Svo hafi virst sem staðið hafi í litla drengnum og lítt hafi gengið að losa um það með því að berja á bak hans eða beita hann sérstöku taki. Þó hafi hann kastað örlítið upp. „En hann hélt samt áfram að blána og stífna. Það gerðist ekki neitt fyrir enn við vorum búnir að blása í hann og hnoða,“ lýsir Ævar atburðarásinni. Ævar segist hafa sótt skyndihjálparnámskeið á árinu 1995. Móðir drengsins hafi einnig haft kunnáttu á þessu sviði. „Hún gat hins vegar skiljanlega ekki vel beitt sér sökum geðshræringar,“ segir Ævar sem kveður móðurina þó hafa gefið góð ráð á meðan á lífgunartilraununum stóð. Atvikið segir Ævar hafa orðið sér áminning um að drífa sig aftur á skyndihjálparnámskeið. „Maður hálf partinn skammaðist sín eftir á. Manni fannst maður ekki kunna neitt og ekki geta gert neitt þótt það hafi rifjast upp á meðan á þessu stóð,“ segir Ævar sem kveður fyrir öllu að lánast hafi að bjarga drengnum. „Það tókst í þetta skiptið. Það komu þarna fleiri að svo að sem betur fer var ég ekki einn í þessu. Það fór allt í gríðarlegt stress ekki síst vegna þess að við vorum með barn í höndunum.“ Drengurinn og foreldrar hans heimsótttu Ævar í búðina í gær og þökkuðu honum lífgjöfina. „Þau komu hérna með blóm og þökkuðu fyrir sig. Strákurinn var bara hinn hressasti,“ segir Ævar en í samtali við Fréttablaðið kveðst móðirin ekki vilja tjá sig um atvikið.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira